Hrokafull yfirlýsing seðlabankastjóra
28.11.2011 | 11:44
Það kemur að því að það þurfi að setja strik undir afskriftir skulda heimila og fyrirtækja. Ef heimilin búast alltaf við frekar afskriftum gera þau ekki þær lagfæringar á bókhaldi sínu sem þörf er á.
Varla er hægt að hugsa sér hrokafyllri yfirlýsingu frá einum embættismanni en ofangreint sem Morgunblaðið hefur eftir Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra. Hann segir þetta án efa vegna ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um fjármál heimilanna. Og þetta er í fullu samræmi við það sem hinn alræmdi forsætisráðherra þjóðarinnar hefur látið hafa eftir sér að ekkert meira verði gert fyrir heimilin í landinu. Og hversu samhljóma er þetta ekki við skattastefnu fjármálaráðherrans.
Staðreyndin er sú að heimilin í landinu eiga flest í gríðarlegum erfiðleikum vegna hrunsins og þar er vandinn vegna verðtrygginarinnar gríðarlegur. Ekki kemur til greina að bakka með þær kröfur sem sumir stjórnmálaflokkar, Hagsmunasamtök heimilanna og fjöldi annarra gerir til ríkisstjórnarinnar og Alþingis.
Orð Seðlabankastjóra bera að skoðast í samhengi við stefnu ríkisstjórninar. Þar talar maður sem hefur á aðra milljón króna í laun á mánuði og eflaust gott betur enda lofaði forsætisráðherrann honum topplaunum. Húsnæðislán mannsins eru líklega nærri núllinu.
Ríkisstjórnina þurfum við að hrekja burtu. Við þurfum líka nýjan Seðlabankastjóra, fordæmi eru fyrir því að reka þá, nýtum það.
Hluti af því kreppuástandi sem ríkir er afleiðing af verðtryggingu gengistrygingu íbúðalána. Það fé sem fjármálastofnanir hafa hirt frá skuldurum vantar inn í veltu samfélagsins, neyslustigið þarf að vera miklu hærra en nú er. Hins vegar er það ómögulegt því þetta fé hefur verið tekið frá almenningi.
Strik undir skuldaafskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samála nafni þessu verður að linna!
Sigurður Haraldsson, 28.11.2011 kl. 11:58
Svo er komið að Seðlabankastjórinn er okkar heldsti vandi. Hann veit ekki einu sinni hvað peningastefna er, hvað þá að hann skilji afleiðingar þess að hafa enga peningastefnu.
Márinn virðist telja að ákvarðanir Seðlabankans um stýrivexti sé peningastefna og hann lifir í þeim draumaheimi að lánveitandi til þrautavara sé lykillinn að efnahagslegum stöðugleika. Ábyrgð almennings á skuldbindingum bankanna telur Márinn sjálfsagða.
Eru Trotskyistar einhversstaðar við völd, þangað sem hægt er að senda Márann ?
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 28.11.2011 kl. 12:07
Hvergi nema á Íslandi, Loftur.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.11.2011 kl. 12:10
Það er lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina að losna við þennan mann úr embætti. Hann er ein af helstu fyrirstöðum þess að heimilislánin eru leiðrétt. Það er afar brýnt að leiðrétta heimilislánin strax!
Anna Margrét Bjarnadóttir, 29.11.2011 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.