Bolmagn, hæfn og vilji og svarti hundurinn

Á sama tíma og Ítalir takast á við kreppuna standa mikilvæg ríki frammi fyrir vaxandi hættu (til að mynda vegna vísbendinga um harða lendingu kínverska hagkerfisins og vegna áframhaldandi mikils atvinnuleysis í Bandaríkjunum). Þegar slíkar hættur eru metnar er gagnlegt að beina athyglinni að þremur breytum: bolmagni, hæfni og vilja. Hefur landið bolmagn til að takast á við vandamálin sem steðja að því? Hafa þeir sem bera ábyrgð á efnahagsstefnunni næga reynslu og þekkingu til að koma á nauðsynlegum umbótum? Átta yfirvöldin sig á þörfinni á því að sýna harðfylgi og taka með afgerandi hætti á vandamálunum?
 
Tilvitnunin er úr afskaplega athyglisverðir grein eftir hagfræðinginn og nóbelsverðlaunahafann Michael Spence. Í greininni ræðir hann möguleg svör við fyrirsögn hennar: Er hægt að bjarga Ítalíu?.
 
Ég var dálítið hugsa eftir lesturinn og velti því sem snöggvast fyrir mér hvort ríkisstjórn Íslands hafi þetta þrennt til að bera gagnvart erfiðleikum kreppunnar; bolmagn, hæfni og vilja.
 
Sagt er að hagvöxtur næstu ára byggist nær eingöngu á hugsanlegum stóriðjuframkvæmdum. Óháð því hvort við styðjum slíkan atvinnurekstur er engu að síður ljóst að óvíst að af þeim verði. Um það hefur ríkisstjórnin séð. Hún virðist ekki vilja erlendar fjárfestingar og gjaldeyrishöft hafa verið sett á. Fleira þarf víst ekki að segja um bolmagn ríkistjórnarinnar til framkvæmda.
 
Skattlagning almennings og fyrirtækja veldur því einfaldlega að flestir halda að sér höndum. Bankar geyma milljarða króna sem þeir þora ekki að lána. Þjóðfélagið er í spennitreyju óttans. Eðlileg hreyfing á fjármagni í umferð er miklu minni en eðlilegt telst. Fólk frestar því að skipta um bíl, viðhald húseigna er einungis það nauðsynlegasta, dregið hefur úr ferðalögum. Allt þetta og fleira til bendir til þess að hæfni ríkisstjórnarinnar til að komast út úr kreppunni sé hverfandi. 
 
Hvers vegna geltir hundur að aðkomufólki? Jú, svarið er einfalt; af því að hann getur það. Eiginlega segir þetta allt um vilja ríkisstjórnarinnar til að koma að nauðsynlegum úrbótum og takast á við vandamálin. Hún geltir. Fjárfestar hrökkva undan vegna einhvers kolefnisgjalds, launþegar hrökkva undan vegna svika, skjaldborgin er horfin og heimilinn sökkva enn dýpra í fenið. Atvinnurekendur skiptast í tvennt, annars vegar þá sem enn reka sín fyrirtæki með harmkvæmum og svo hinir sem reka endurfjármögnuð fyrirtæki bankanna. Þetta var um vilja ríkisstjórnarinnar til að takast á við vandamálin.
 
Ég man eftir stóra, svarta labradorhundinum sem gelti alveg óskaplega þegar ég bar út Vísi í gamla daga. Ég þorði varla að ganga með blað dagsins inn í garðinn, þá byrjaði hann. Blessaður vertu ekki hræddur, sagði eigandinn, hann hefur aldrei gert nokkrum manni mein. Og vissulega var þetta rétt hjá honum en mikið dj... var ég hræddur við hann. Hefði aldrei komið nálægt þessu húsi nema vegna þess að ég þurfti. Þeir sem ekki þurftu héldu sig áreiðanlega víðs fjarri

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband