Blaðamaður dæmdur, hver er ábyrgð fjölmiðilsins?

Hver er munurinn á verkefnum blaðamanns og ábyrgð fjölmiðlisins réði hann í vinnu og stjórnar honum? Sá síðarnefndi er undir stjórn ritstjóra, ritstjórnarfulltrúa svo ekki sé minnst á rekstrarlega stjórnun. Allt sem fjölmiðill birtir þarf að fara í gegnum „nálarauga“ stjórnenda hans.

Engu að síður virðist blaðamaðurinn eða fréttamaðurinn einn ábyrgur fyrir fréttunum sem hann flytur.

Fréttamaður á Ríkisútvarpinu var á dögunum dæmdur í Hæstarétti og hluti af frétt hans ómerkt. Honum var jafnframt gert að greiða manni út í bæ stórfé í miskabætur. Ríkisútvarpið sem hefur þennan mann í vinnu og ekkert virðist hafa haggað því, hvorki stofnuninni sem slíkri eða yfirmönnum fréttamannsins. Engu að síður var fréttin á ábyrgð þess, unnin og birt af frumkvæði þess.

Er ekki komin tími til að Blaðamannafélagið geri þá kröfu í næstu kjarasamningum að fjölmiðlar beri eðlilega ábyrgð á fréttum sínum verði deilt um þær fyrir dómstólum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband