Besta frá báðum, hinum er sparkað
25.11.2011 | 08:50
Íslandsbanki auglýsir nú að Byr sameinist honum. Auglýsing er kaldhæðnisleg, ekki fyrir það sem hún segir vegna þess sem hún segir ekki. Fyrirsögn hennar er:
Besta frá báðum
Ósjálfrátt hugsar lesandinn: Ójá, hið besta frá báðum og svo rekur bankinn hina, en samkvæmt fréttum eru það að meginuppistöðu kvenfólk. Engu að síður heldur hann því fram í auglýsingunni að innan Byrs sé rík þjónustumenning og góður starfsandi sem endurspeglast í jákvæðri og góðri þjónustuupplifun (þvílík bullandi suða er nú þessi texti).
Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ég er í viðskiptum við bankann minn, af hverju notar maður ekki bara seðla og geymir peningana undir koddanum. Bankinn myndi áreiðanlega segja að það sé stórhættulegt ef allir gerðu þetta, glæpamenn ættu þá auðvelt með að brjótast inn að stela þeim. Á móti kemur sú staðreynd að peningarnir komast þá fljótar í umferð og slíkt myndi hafa í för með sér eftirsóttan hagvöxt. Mér skilst að bankarnir liggi á þúsundum miljarða sem þeir telja sig ekki geta lánað vegna efnahagsástandsins!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.