Tölur án samanburðar eru gagnslausar

Gangslaust er að spyrjast fyrr um kostnað vegna utanferða starfsmanna fjármálaráðuneytisins ef ekki fylgir samanburður við fyrri ár. Tölur án samhengis eru afskaplega leiðinlegar, engin saga fylgir.

Annars finnst mér dorg á borð við það sem þingamaðurinn stundar frekar tilgangslaus. Verið er að gefa eitthvað í skyn sem ætti að vera fordæmanlegt. Í þessu felst engin pólitík, í mesta lagi eitthvurt óvisst aðhald sem þingmenn eiga að beita framkvæmdavaldinu.

Við hljótum að gera þær kröfur til ráðuneyta að þeim sé stjórnað af aðhaldsemi. Þannig held ég að það sé i langflestum tilvikum. Nema því aðeins að samhengið sýni einhverja stórkostleg frávik frá fyrri árum. Þá væri kannski ástæða fyrir bóndann að gelta. En dorg í gruggum polli skilar engu.


mbl.is Ferðakostnaðurinn nam 50 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er þó örlítið meiri glóra að spyrja um það sem er að ske í nútíð Sigurður, en í fortíð.

Þessra spurningar um framlög úr ríkissjóði þessa árs eru eðlilegar og betra ef fleiri þingmenn veittu stjórnvöldum slíkt aðhald.

Spurning Björn Vals, um framlög til nefndarstarfa á árunum 1995 til 2009 eru hins vegar út úr kú. Þar er beinlínis verið að beita pólitískum áróðri. Ekkert aðhald felst í slíkum spurningum.

Gunnar Heiðarsson, 21.11.2011 kl. 17:05

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sammála þér Sigurður. 50 milljónir segja akkúrat ekki nokkurn skapaðan hlut, einar og sér, ef ekki er eitthvað annað til að miða við. Svarið svona álíka upplýsandi og að segja.: "Þetta fjall er stórt". Skil hins vegar ekkert í að Björn Valur Gíslason skuli ekki spyrja Þistilfjarðarkúvendinginn um ferðakostnað fra 1895 til 2009. Alveg hreint handviss um að með því fengist ansi hreint "hagfellt" meðaltal. Stórt frussssss á þetta lið allt saman.

Góðar stundir.

Halldór Egill Guðnason, 22.11.2011 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband