Ekki einstakt vanhæfi heldur undarlegt

Í fljótu bragði sá ég ekkert athugunarvert við yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar þess efnis að „stofnunin biðst undan því að gera úttekt á áætluðum kostnaði, forsendum og fleiri þáttum sem tengjast fyrirhuguðum Vaðlaheiðargöngum.“

Ástæðan er sú að ríkisendurskoðandi „tengist einum stjórnarmanna Vaðlaheiðarganga hf. fjölskylduböndum og væri því, ef á reyndi, vanhæfur til að sinna þessu verkefni með vísan til siðareglna stofnunarinnar og óskráðrar hæfisreglu stjórnsýsluréttarins.

Í leiðara Morgunblaðsins í morgun er fjallað um þetta mál afar stuttlega en lesandinn er skilinn eftir með áleitnar spurningar. Þar segir:

Ríkisendurskoðun hefur hafnað beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um að gera arðsemismat á Vaðlaheiðargöngum vegna þess meðal annars að hann sé vanhæfur vegna fjölskyldutengsla við Kristján Möller, alþingismann og stjórnarformann Vaðlaheiðarganga ehf.

Hvernig fer þetta vanhæfissjónarmið saman við endurskoðun ríkisreikninga, skýrslur um framkvæmd fjárlaga eða aðrar skýrslur sem snerta störf fyrrverandi samgönguráðherra á liðnum árum?

Spyrja má hvort það sé ríkisendurskoðanda að velja þau mál sem hann vill bera fyrir sig fjölskylduböndin? Eða er það svo að ríkisendurskoðandi sé vanhæfur í öllum málum þar sem mágurinn kemur nálægt? Ætti þá annar hvor ekki að fá sér nýtt starf, þingmaðurinn eða ríkisendurskoðandinn?

Lati póstlistinn 

Ríkisendurskoðun gefur þeim sem þess óska kost á að skrá sig á póstlista stofnunarinnar. Þá fær maður fréttir og upplýsingar án þess að hafa fyrir þeim. Sá galli er nú á gjöf Njarðar, að stofnunin hefur þann hátt á að senda fyrst fréttir sína til fjölmiðla. Um það bil fjórum klukkustundum síðar fá þeir sem skráðir eru á tölvupóstlistann sendingu með öllum þeim upplýsingum sem maður hefur þegar lesið um á helstu fréttavefsíðum landsins.

Til hvers er nú stofnunin að monta sig með póstlista þegar húnhefur þennan háttinn á?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband