Dauða, dauðakyrrð í Kötlu ...
19.11.2011 | 20:46
Engar fréttir eru góðar fréttir, að minnsta kosti er það þannig stundum. Ég get þó ekki að því gert en ég er orðinn dálítið áhyggjufullur yfir geigvænlegum skortir á jarðskjálftum í Mýrdalsjökli. Þar hefur allt leikið á reiðiskjálfi frá því ... ég man ekki hvenær. Og núna. Eiginlega dauðakyrrð - dauða, dauða ... kyrrð ...
Meðfylgjandi kort er frá Veðurstofunni og þar er eiginlega allt með kyrrum kjörum. Einn jarðskjálfti í gær upp á tvö stig á Richter og nokkrir afar litlir skjálftar.
Raunar var einn skjálftinn fyrr í dag svo grunnur að hann mældist ekki á 0,100 km dýpi, þ.e. 100 metrum, heldur í -0,230 km fyrr í dag. Hann var sem sagt ofanjarðar. Síðar um daginn var þessi sjálfvirka mæling leiðrétt og skjálftinn jarðsettur.
Draumspakur maður tjáði mér fyrir rúmum mánuði að nú myndi gjósa þann 18. nóvember kl. 17:30. Það gerðist ekki. Þess í stað er þessi rosalega eftirspurn eftir jarðskjálftum sem eiga að koma Kötlu af stað. Allir halda því fram að bráðum eigi að gjósa og jarðskjálftarnir komu í röðum eins og samkvæmt pöntun.
Nú bregður svo við að allt er eiginlega stopp. Rétt eins augnablikið þegar maður hefur fyllt lungun og lofti og á eftir að blása frá sér. Eða þegar Strokkur verður skyndilega kyrr, þegar aldan hefur skollið á klettinum og önnur býr sig undir að koma ...
Þetta getur ekki vitað á gott. Best að kanna aftur stöðuna hjá þeim draumspaka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vonandi ekki lognið á undan storminum... þó það væri nú svosem ágætt að ef sú gamla ætli að láta á sér bæra, þá væri gott að hún gerði það nú, en ekki í vor......
Sigríður Jósefsdóttir, 19.11.2011 kl. 22:58
Kannski sneri hann þessu við... 30. nóv kl 17.18
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2011 kl. 00:05
Alveg ótrúlegt að draumar skuli ekki rætast, svo hreinir og skýrirþeir eru í huga dreymandans.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.11.2011 kl. 09:17
Ég er ekki hissa af áhyggjum þínum Sigurður af þessari "dauðakyrrð" undir Kötlu gömlu.
En þó ég hafi lítið vit á jarðfræði eða eldgosum þá held ég að ég viti samt skýringuna á þessu.
En hún er nefnilega sú að nú hefur staðið yfir Landsfundur Sjálfsstæðisflokksins og "Sá í Neðra" þurfti að bregða sér suður á fundinn og því er allt með kyrrum kjörum á meðan undir Kötlu gömlu.
Lætin munu síðan byrja aftur á nýjan leik þegar hann kemur af fundinum.
En hversu mikil þau verða fer eftir því hversu ánægður "Sá í neðra" verður með nýja formanninn og niðurstöður fundarins !
Gunnlaugur I., 20.11.2011 kl. 11:26
Þtta getur verið líkleg skýring. Hef þó ekki séð hann hérna á landsfundinum, ekki það að ég viti hvernig hann lítur út. Gæti verið kona og hún hafi verð kosin í formaður öðrum flokki. Engu að síður ætla ég að hafa augun hjá mér.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.11.2011 kl. 11:37
Var að lesa lýsingu manns sem bjó á Auðunnarstöðum í Víðidal V.-Hún. af Kötlugosinu 1918. 12.10" Byrjaði Katla að gjósa.Heyrðum drunur og gekk upp reykský,héðan að sjá stefna vestan við Víðidalstungu. Sáust blossar og eldglæringar er leið á kvöldið, lagði þá bjarma um loftið og lýsti sem rafljós."
29.10 1918. " Sást eldur í Kötlu, mikið mistur." Ekki er talað um öskufall en oft talað um mistur,Búpening var beitt allan þenann vetur og ekki talað um vanhöld af orsökum ösku, þó hlýtur að hafa verið nokkuð öskufall úr mistrinu.
Ragnar Gunnlaugsson, 20.11.2011 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.