Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Burðardýr Flokksins
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins jafngilda burðardýrum fíkniefnasmyglara. Hinn fjölmenni hópur, sem kýs Flokkinn, er ígildi þeirra, sem flytja eiturlyf á markað. Kjósendur Flokksins bera eins og burðardýrin fulla ábyrgð á hegðun sinni. Því bera þeir sinn hluta ábyrgðarinnar á hruninu, þótt Flokkurinn sem slíkur og valdamenn hans beri mesta. Kjósendur Flokksins geta ekki vikið sér undan ábyrgð. Þeir eru óvinir þjóðarinnar eins og bófaflokkurinn í heild. Þeir eru bara gæzlumenn sérhagsmuna, einkum kvótagreifa og auðróna. Voru það fyrir hrun, voru það í hruninu og eru það enn. Eins og hver önnur burðardýr. [Jónas Kristjánsson, www.jonas.is]
 
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst næsta fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Ég verð þess heiðurs aðnjótandi, eins og oft áður, að fá að sækja hann ásamt um 1600 öðrum Íslendingum.
 
Þó við séum ekki endilega sammála öllu í stefnu flokksins þá sameinar hann okkur í stað þess að sundra. Aðrir kostir koma ekki til greina. Við öxlum hins vegar ábyrgð okkar á stefnunni sem er lýðræðislega unnin.
 
Samkvæmt skoðanakönnunum myndi Sjálfstæðisflokkurinn bæta við sig 11 þingmönnum, fá 27 menn á Alþingi Íslendinga. Niðurstaðan segir nú talsvert um flokkinn og ekki síður um stjórnarhætti „velferðarstjórnarinnar“. En auðvitað eru kjósendur bara vitleysingar og sumir bófar ...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Þetta verður stór fundur og vonandi sameiningartákn eins og vera ber. Geðillskan og ofstækið í Jónasi á sér engin takmörk. Það er ágæt byrjun á deginum hjá honum að gera persónulega árás á 70-80.000 manns og skoðanir þess hóps í þjóðmálum. Vænlegt.

Kveðja, GK

Guðmundur Kjartansson, 15.11.2011 kl. 14:04

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Takk fyrir innlitið, sjáumst vonandi á fundinum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.11.2011 kl. 14:11

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sælir Guðmundur og Sigurður

Það eru ekki fallegar kveðjurnar sem þið fáið frá Jónasi. En ég hald að hann segi allt satt og rétt í þessum orðum um kjósendur flokksins :„Því bera þeir sinn hluta ábyrgðarinnar á hruninu, þótt Flokkurinn sem slíkur og valdamenn hans beri mesta. Kjósendur Flokksins geta ekki vikið sér undan ábyrgð.“

Það hefur ekki farið fram raunverulegt uppgjör við fortíðina. Davíð Oddsson sló það allt út af borðinu í sinni frægu ræðu á landsfundi. Við sem kjósum berum ábyrgð á okkar fólki. Þótt það fari ekki í einu og öllu eftir okkar bestu hugmyndum.

Sigurður: ertu búinn að skoða myndina?

Hjálmtýr V Heiðdal, 15.11.2011 kl. 21:58

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Með gleði skal ég gangast því því að hafa alla tíð kosið Sjálfstæðisflokkinn, landi og þjóð til heilla.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þátt í öllum framförum á Íslandi, hvort sem litið er til atvinnu eða velferðarmála.

Ef menn skoða á hvaða tíma hafin var uppbygging þess velferðarkerfis sem þjóðin nýtur góðs af hófst, þá voru sjálfstæðismenn við völd, þegar fæðingarorlofið hófst, þá voru sjálfstæðismenn við völd, atvinnuleysistryggingar, Ólafur Thors kom þeim á í samstarfi við verkalýðsforystuna osfrv.

Atvinnumál, sjáfstæðismenn börðust fyrir álveri í Straumsvík í andstöðu við vinstri menn, það skaffaði góðar tekjur fyrir Hafnarfjörð, sem þa stóð ekki vel og verkamenn höfðu aldrei kynnst eins góðu starfsumhverfi og álverið bauð upp á osfrv., það var góð viðbót við einhæft atvinnulíf þess tíma, sem byggðist eingöngu á fiskveiðum.

Vinstri flokkarnir vildi eitthvað annað en álver og hafa alltaf viljað það. Þeir höfðu tækifæri til að gera góða hluti, því vinstri flokkarnir voru nær allsráðandi í tuttugu ár, frá 1971-1991, en sá tími er eitt mesta verðbólgutímabil sem þekkst hefur í hinum vestræna heimi, sjóðasukk og offjölgun togara í stað þess að skapa jarðveg fyrir ný atvinnutækifæri.

Sjálfstæðismenn gerðu reyndar eins og flestar ríkisstjórnir hins vestræna heims, þeir gleymdu sér og sýndu of mikla meðvirkni með fjármálageiranum, en minna má á að framsóknar og samfylkingarmenn bera jafna sök, VG getur ekki hvítþvegið sig vegna þess að þeir sóttust eftir samstarfi við sjálfstæðismenn árið 2007 og það ber eki vott um mikla andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Fúslega skal ég viðurkenna að sjálfstæðismenn hafa gert mistök og margt hefði mátt gera öðruvísi, en það er enginn fullkominn.

Ef að einhver getur bent á tímabil, þar sem vinstri flokkarnir hafa staðið fyrir framþróun sem þjóðin nýtur góðs af í dag, án aðkomu Sjálfstæðisflokksins, þá væri fróðlegt að sjá það

Vinstri menn eiga að hafa vit á að steinhalda kjafti, reyna að lesa sér til og notast við staðreyndir, það þýðir ekki stöðugt að rífa kjaft og hafa engin rök.

Svona málflutningur eins og hjá Jónasi er ekki boðlegur í upplýstri umræðu.

Jón Ríkharðsson, 15.11.2011 kl. 22:46

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Myndin rifjar upp gamlar og góðar minningar, Týri. Bestu þakkir fyrir hana. Þú ert snöggur að breyta um umræðuefni.

Mér finnst afskaplega ódýrt að gera Sjálfstæðisflokkinn að blóraböggli hrunsins. Það er hins vegar heimskuleg ályktun. Eflaust má álykt að það sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar gerði eða gerði ekki hafi orkað tvímælis, en flest er þannig. Stærstu ábyrgðina á hruninu bera hins vegar gömlu bankarnir og eigendur þeirra. Mér finnst eins og umræðan meðhöndli þessa staðreynd eins og einhver óþægindi sem hægt er að banda handinni við og halda að þá hverfi það.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.11.2011 kl. 22:56

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er ekki hægt að gera Sjálfstæðisflokkinn einan að blóraböggli Hrunsins. En assgoti var hann búinn að stýra lengi þegar við fórum fram af. Það sem skilur á milli mín og ykkar á stjórnmálasviðinu er sú trú margra að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir jöfnuð sbr. orð Jónínu Michaelsdóttur blaðamanns: s„tjórnmálaflokkur sem er sprottinn úr jarðvegi samstöðunnar, flokkur sem velur sér að starfa með fyrirheit eins og stétt með stétt, allir jafnir, vinnum saman, og frelsi einstaklingsins til orða og athafna, er býsna vel nestaður.“

Hjálmtýr V Heiðdal, 15.11.2011 kl. 23:27

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er bara asskoti vel orðað hjá Jónínu Með þetta í huga göngum við inn í landsfundinn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.11.2011 kl. 23:43

8 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Það er mikið talað um aukið lýðræði. Engin lýðræðishreyfing er jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn. Níð Jónasar.is byggir upp níðræði í stað lýðræðis. Verum stolt af því sem vel hefur verið gert og gerum betur þar sem það er hægt. En leggjumst aldrei svo lágt að úthrópa Íslendinga sem óvini þjóðarinnar - sama hvað okkur finnst um skoðanir þeirra.

Eyþór Laxdal Arnalds, 16.11.2011 kl. 00:24

9 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ekki er mér boðið á fundi þarna í þessu ferkantaða húsi. Það var byggt ofan á fjóshauginn í Fimbogahúsi og stóri steinninn sem þeir hafa reist við hlið hússins stóð  eiginlega á við Kringlumýrarveginum  og var þessi steinn kallaður Stóri Steinn og við söfnuðumst sama við og ofan á honum á haustkvöldum. Þarna var startið þegar sleðarnir voru settir í lest og svo farið á fullu niður brekkuna,stelpurnar fremst til að skrækja og strákarnir áftaná til að stýra fjamhjá hlandforinni sem kom frá Hrauni og Hömrum. Var alltaf bremsað við þvottaplanið hjá Shell og rækilega velt ofan í skurðinn góður snjóboltabardagi í kjölfarið.Þvottaplanið og ljósin frá Shell sáu okkur fyrir góðum og löngum leikjakvöldum í þessu barnvænlega umhverfi þar sem Óskar passaði upp á okkur, líka þegar ég kom með annað stígvélið fullt af riffilskotum inn á stöðina Eru sennilega aðrir og ólýkari leikjir á kvöldin hjá fólkinu í ferkantaða húsinu en sem tíðkaðist hjá okkur. En við urðum gott fólk öllsömun þarsem við lékum okkur saman á öllum aldri, stelpur og strákar, fatlaðir fátækir, leshestar og baldnir busar. Guð veri með þeim sem ennþá eru og með hinum sem farnir eru og sakna ég margra þeirra sárt, en Óskar passar þau ábyggilega hinumegin. Hann var með gullhjarta sá maður.

Eyjólfur Jónsson, 16.11.2011 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband