Íslenski fáninn eða rauða dulan
12.11.2011 | 11:25
Það er reyndar undarlegt að fólk sem steytir hnefann og syngur þjóðsöng Sovétríkjanna frá tíð Stalíns undir rauðum fánum skuli sjá ofsjónum yfir því þegar aðrir flagga íslenska fánanum. Og þó, e.t.v. er það rökrétt. Í Austur-Þýskalandi voru allir þeir sem grunaðir voru um skort á hollustu við kommúnismann og Sovétríkin kallaðir fasistar. Grunuðum fasistum fjölgaði svo eftir því sem molnaði undan kommúnismanum.
Hann er skemmtilega ritfær, formaður Framsóknarflokksins, en ofangreind tilvitnun er úr grein í Mogganum í morgun. Þar ræðir hann um stefnu flokksins og árásir krata á flokkinn fyrir meinta þjóðernisöfgastefnu. Hún hefurþó farið framhjá þorra landsmanna en Samfylkingin þarf á óvini að halda og lemur á Framsókn. Veit að hún á lítið erindi í Sjálfstæðisflokkinn, ætlar líklegast að bíða eftir því að stjórnin springi og eigameð honum möguleika á nýrri ríkisstjórn. Samfylkingin sængar með hverjum sem er, það eru ráðherrastólarnir sem heilla, að minnsta kosti eru það ekki málefnin.
Kommúnismi og fasismi eru af sama ólýðræðislega meiðnum. Það er því reglulega skemmtilegt hvernig formaður Framsóknarflokksins bendir á að andstæðingar fasismans séu þeir sem syngja Internasjonalinn og flagga rauðri dulu. Á meðan flaggar aðrir landsins íslenska fánanum og fá ákúrur fyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jóhanna og co. þola ekki hæfa menn sem standa gegn andlýðræðislegri óhæfupólitík þeirra. Og leita að óvinum eins og þú segir. Þar eru Jón Bjarnason, Sigmundur Gunnlaugsson og Vigdís Hauksdóttir líklega efst á óvinalistanum og verður að þagga niður í þeim. Vonandi förum við að losna fyrir fullt og allt við þennan skaðlega flokk úr stjórnmálum.
Elle_, 13.11.2011 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.