Allir vilja komast ađ eldstöđvunum á 5VH

Leit 2

Enginn veit hvađ sćnski ferđamađurinn ćtlađi sér. Líklegast er ţó ađ hann hafi viljađ fara upp ađ gosstöđvunum á Fimmvörđuhálsi. Ţangađ vilja allir komast, ađ minnsta kosti var ţađ skilningur minn ţegar ég dvaldi um hálfsmánađar skeiđ í Fimmvörđuskála Útivistar í byrjun september sl. Langflestir sem ţangađ komu voru útlendingar og allir vildu sjá eldfjöllin.

Hvers vegna skyldi ferđamađurinn ţá hafa valiđ sér ţá leiđ ađ leggja upp frá Sólheimajökli en ekki Skógum?Ástćđan er líklega sú ađ vegurinn upp á Hálsinn er lokađ viđ Skóga, lćstur međ keđju. Gildar ástćđur eru fyrir ţessu m.a. sú ađ koma í veg fyrir ađ fólk fari sér ađ vođa ţarna upp. 

Margir útlendingar halda ađ ferđ á Fimmvörđuháls sé á allra fćri, jafnvel í vetrarbyrjun. Í byrjun október hitti ég ţar finnskt par, ung fólk sem hafđi gengiđ upp frá Skógum og var uppgefiđ viđ Fimmvörđuskála. Ţau hefđu aldrei komist niđur í björtu svo ég bauđ ţeim far í bílnum mínum sem ţau ţáđu og ćtluđu aldrei ađ hćtta ţökkum og blessunarorđum.

Ţau voru hrikalega illa klćdd. Sléttbotna strigaskórnir hans höfđu skemmst á leiđinni, táin stóđ út. Hann var í bómullarbuxum og íţróttajakka. Hún var í einhvers konar gönguskóm, í nćlonbuxum og hettupeysu. Ţeim var vissulega heitt á göngunni en kólnuđu hratt ţegar ţó stöldruđu viđ. Nokkrar kexkökur voru í nesti og kalt vatn í plastflösku.

Ég hef áđur sagt frá útlendum ferđamanni sem týndist í ágúst á leiđinni frá Básum og í Fimmvörđuskála. Í myrkri og ţoku um miđja nótt fóru skálaverđir út ađ leita. Sá á Fimmvörđuhálsi finnur loks manninn, kaldan og hrakinn. Á leiđinni í skálann rekst hann svo á annan göngumann. Sá lá upp viđ stein, rennblautur og kaldur og beiđ ţess sem verđa vildi. Enginn vissi af ferđum hans og enn hafđi ekki nokkur mađur saknađ hans. Báđir voru hjálpinni fegnir og hafa eflaust lćrt ýmislegt af mistökum sínum.

Ekki eru allir svo heppnir ađ geta lćrt af síđustu mistökum sínum. Fréttirnar af sćnska ferđamanninum eru askaplega fátćklegar. Ég geri ráđ fyrir ţví ađ hann hafi veriđ á leiđinni ađ eldstöđvunum. Ţví miđur verđur ađ búast viđ ţví ađ útbúnađur mannsins sé lélegur og hann hafi gert ráđ fyrir ţví ađ hćgt vćri ađ komast upp og niđur á nokkrum klukkutímum. 

Hann sér ađ hliđiđ ađ slóđanum upp á Fimmvörđuháls og sér á korti ađ vegur liggur upp ađ Sólheimajökli. Ţangađ ekur hann og hugsanlega nćr hann ađ komast yfir torfćrann jökulinn og heldur ţví í áttina ađ Fimmvörđuhásli. Hann er ekki međ gps tćki, ekki međ áttavita og skilur ekki ađstćđur. Hann snýr ekki viđ í tíma ţegar hann tekur eftir ţví ađ fariđ sé ađ rökkva. Ţetta eru mestu mistök sem flestum fjallamönnum verđur á. Menn telja ţađ ósigur ađ snúa viđ en hugsa ţó ekki rökrétt um framhaldiđ.

Ég er ekki trúađur á ađ sćnski ferđamađurinn hafi komist á Fimmvörđuháls. Ţangađ er of langt ađ fara miđađ viđ ţann tíma sem hann hefur hugsanlega haft. Hafa ber líka í huga ađ hann hefur tafist viđ ađ finna leiđ yfir Sólheimajökul, hafi hann yfirleitt komist ţar yfir. Ţá er hugsanlegt ađ hann hafi gengiđ upp međ jöklinum, jafnvel fundiđ vegarslóđann ađ húsum vélsleđaleigunnar sem er í um ţađ bil 800 m hćđ.

Ţetta bendi ég bara á til ađ sýna hversu erfitt verkefni björgunarsveita er. Menn reyna ađ setja sig í spor göngumannsins en ţađ er óskaplega erfitt. Landslagiđ er torfariđ, mikiđ um gil og gljúfur og jökullinn er stórhćttulegur. Hann er háll og mikiđ um sprungur. 

Á međfylgjandi kort frá ja.is hef ég dregiđ tvćr örvar sem gćtu markađ hugsanlega gönguleiđ hans í áttina ađ Fimmvörđuhálsi. Blái rastinn markar ţađ svćđi ţar sem Lágjökull var. Hann er nú orđinn slitinn og víđa hafa opnast gil og gljúfur sem erfitt getur veriđ ađ komast yfir. Um daginn snjóađi á Hálsinu, ţá kunna ađ hafa myndast snjóbrýr sem auđveldlega geta brotnađ og göngumađur horfiđ ofan í bratt gil og vatn. 

Suđaustan slagviđri var á ţessu svćđi í gćr. Ţetta er erfiđasta áttin, ţađ ţekki ég og félagar mínir eftir ótal ferđir. Illa búinn ferđamađur á sér vart lífs von viđ slíkar ađstćđur nema hann komi sér fyrir og reyni ađ spara orkuna, bíđa í von og óvon eftir ađstođ. 

Enginn skyldi fara einn á fjöll. Vel búnum ferđamönnum verđur ekkert ađ tjóni kunni ţeir ađ nota útbúnađ sinn og tćki. Ţetta er einföld stađreynd sem jafnvel flćkist fyrir hinu besta fólki. Reglurnar eru annars fáar og auđskiljanlegar. Láta vita af ferđum sínum, sinna tilkynningaskyldunni og ... snúa tímanlega viđ í stađ ţess ađ ana í óvissu.


mbl.is Fundu spor viđ jökulinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

"Yaris-fólkiđ" er hugtak sem íslenskir leiđsögumenn nota gjarnan  yfir erlenda ferđamenn sem halda ađ á hálendinu séu malbikađar hrađbrautir međ tilheyrandi bensínstöđvum og matsölustöđum.

Ef viđ tökum nafniđ í bíltegundinni, sem er dćmigerđur borgarbíll, og líkjum viđ búnađ til fjallaferđa, ţá erum viđ ađ tala um gallabuxur, háskólaboli og létta íţróttaskó.

Ţarna erum viđ ađ horfa á dapurlega stađreynd og viđ vitum ađ margir erlendir ferđamenn hafa mćtt örlögum sínum, illa búnir uppi á fjöllum.

Viđ getum agnúast og rifist, en ... hvernig er hćgt ađ koma ţeim skilabođum örugglega til erlendra ferđamanna, ađ ţađ bíđi ýmsar hćttur ef fariđ er út fyrir malbikiđ, og ađ t. d. Suzuki Jimny sé ekki fjallajeppi á Íslandi! (no kidding)

Flosi Kristjánsson, 11.11.2011 kl. 16:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband