Ný stjórn yfir Bankasýsluna - NEI, nýja ríkisstjórn

Þversögnin í máli Bankasýslu ríkisins er himinhrópandi. Hún var sett á laggirnar til að fjarlæga bankaumsýsluna frá skrifborði stjórnmálamannsins í embætti fjármálaráðherra. Það dugði hins vegar ekki. Fjármálaráðherra skiptir sér af daglegum rekstri stofnunarinnar.

Hrunið varð þess valdandi að fjöldi fólks krafðist þess að stjórnsýslan fengi að vinna faglega, án íhlutunar stjórnmálamanna. Ríkisstjórnin tók mark á þessu og hefur hingað til unnið samkvæmt þessu. Undantekningin er þó sú að reglan um afskipti stjórnmálamanna á ekki við ráðherra ríkisstjórnarinnar enda eru þeir óspilltir. Þeir skipta sér aðeins af því sem þörf er á ...

Formaður Sjálfstæðisflokksins heldur því fram að engin þörf sé fyrir Bankasýslu ríkisins. Það er rétt. Hún getur verið ein skúffa í fjármálaráðuneytinu.

Fjölmargir halda því fram að mikil þörf sé fyrir ríkisstjórn í landinu. Það er rétt. Hins vegar er tími núverandi ráðherra liðinn. Það er ekkert fyndið lengur hvernig þessi ríkisstjórn gengur gegn öllum þeim málum sem hún hugðist vinna að. 


mbl.is Stjórn Bankasýslu vill hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Það er engin þörf á nýrri ríkisstjórn.  þessari gengur svo vel að taka til eftir sjálfstæðisflokkinn að viðurkenningar frá virtum aðilum erlendis hlaðast upp.  það er farið að nota Ísland sem kennslubókardæmi um hvernig þjóðir vinna sig útúr kreppu.  Að vísu vilja sjallar ekkert af þessu vita!

Óskar, 24.10.2011 kl. 18:11

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Um 12.000 manns eru atvinnulausir, um 6.000 manns hafa flutt land, flestir beint eða óbeint vegna atvinnuleysis, dulið atvinnuleysi er mikið, hugsanlega 5.000 manns, fólk sem ekki fær neinar bætur. Stór hluti fjölskyldna í landinu eiga í vandræðum vegna þess að eigið fé þess hefur horfið til fjármögnunarfyrirtækja. Já, Óskar, framtíðin er döpur ef þetta er kennslubókardæmi um góða stjórnarhætti. Aðgerðin heppnaðist en sjúklingurinn dó ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.10.2011 kl. 18:17

3 Smámynd: Óskar

Sigurður- það er eins og þú vitir ekki að hér varð hrun árið 2008, ekki bara hrun, heldur eitt mesta efnahagshrun sem vestrænt hagkerfi hefur orðið fyrir.  Þetta hrun varð vegna nýfrjálshyggju og einkavinavæðingar sjálfstæðis og framsóknarflokks sem hafði viðgengist í skjóli þessara flokka áratuginn á undan.  En endilega snúa bara blindu hliðinni og kannast ekkert við þetta!  Það að það séu "bara" 12000 manns atvinnulausir og aðeins 2% þjóðarinnar hafi farið úr landi er í raun kraftaverk miðað við hvernig útlitið var 2008.  Af þessum 6000 eru þar af margir erlendir farandverkamenn sem fóru bara heim til sín! - Bendi þér a að í efnahagskreppunni sem reið yfir Færeyjar á 9. áratugnum flúði 25% þjóðarinnar svona svo þú hafir samanburð.

Óskar, 24.10.2011 kl. 18:56

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er nú meiri vitleysan í þér. Tómt rugl, innistæðulaus. Skilgreindu einkavinavæðingu, nýfrjálshyggju og þessa frasa.

Reyndu að afsaka þessa ríkisstjórn sem ekkert hefur gert. Hver höndin upp á móti annarri. Bankasýslan er gott dæmi um ruglið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.10.2011 kl. 19:00

5 Smámynd: Óskar

Ég satt að segja hélt að alþjóð vissi það að Davíð Oddsson gaf flokkshollum glæpamönnum Landsbankann.  Bankinn var síðan rekin af sjöllum fram í hrunið og á þetta lið ekki litla sök á hruninu.  Nú svona til að bíta hattinn af skömminni þá kostuðu "ástarbréfin" hans Davíðs þjóðina rúma 500 milljarða.  Hélt heldur ekki að það þyrfti að skilgreina einkavinavæðinguna og nýfrjálshyggjuna svona almennt.  Að reyna að halda öðru fram en að þetta sé ein aðalástæða hrunsins er svona álíka vitrænt og að halda því fram að jörðin sé flöt.

Óskar, 24.10.2011 kl. 19:15

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Kæri Óskar. Upplýsingaöflun og skipuleg framsetning þekkingar er grundvöllur allrar rökræðu. Frekar óskemmtilegt er að lenda í því að fá athugasemd frá manni sem hefur ekkert fram að færa en innantóma frasa, enga þekkingu, enga túlkun. Þú verður að afla þér upplýsinga. Trúðu mér, það gæti breytt lífi þínu til góðs.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.10.2011 kl. 19:47

7 Smámynd: Óskar

Kæri Sigurður:  Ef þér auðnaðist að horfa aðeins í gegnum önnur gleraugu en blá flokkssólgleraugun þá tækist þér svona skynsömum manni eflaust að sjá ljósið.

Óskar, 24.10.2011 kl. 21:27

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fyrirgefðu, Óskar. Ég ætlaði ekki að vera ókurteis við þig. Yfirleitt nota ég skynsemina, aldrei flokksgleraugu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.10.2011 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband