Eiginkona forsetans er stærri en margir halda
2.10.2011 | 13:58
Eiginkona forseta Íslands brá út af öllum vana og prótókolli við setning Alþingis í gær. Hún gekk rakleitt að girðingunni og hóf að ræða við mótmælendur. Svo klofaði þessi litla kona yfir girðinguna og varð við það stærri og meiri en allir aðrir.
Halldór Sigurðsson tók afskaplega góðar hreyfimyndir af prósessíu þingmanna, þar sem þeir voru það sem amríkaninn nefnir sitting ducks, í dauðafæri fyrir ofbeldissinna. Og svo gekk Dorrit að girðingunni og Halldór fylgdi henni. Myndirnar má finna hér.
Greinilegt er að konan tók þessi mótmæli afar nærri sér og hugur hennar var eindregið með mótmælendum. Skipti engu þótt einhverjir væru að reyna að upphefja sjálfan sig með ókurteisi. Hún tók öllum vel, faðmaði fólk og sýndi með því einstæða samstöðu.
Hvað eiga stjórnmálamenn að gera í mótmælum? Þeir eiga að minnsta kosti ekki að hvetja til samstöðu á sínum eigin forsendum. Ráðherrar og alþingismenn hafa margir hverjir hvatt fólk til að sýna samstöðu og draga úr bölsýnistali. Þetta er auðvitað ekkert annað en sýndarmennska. Reynt er að höfða til jákvæðra tilfinna fólks með blekkingingu.
Maður sem hefur tapað atvinnu, bíl, húsnæði og jafnvel fjölskyldu sinni vegna hrunsins sér enga birtu stafa frá aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þeir sem mótmæla á Austurvelli gera það ekki heldur. Stjórnarandstaðan kemur með sína eigin tillögur, hún er ekki að tala niður ástandið með því að benda á aðrar tillögur en ríkisstjórnin hefur boðið upp á.
Staðreyndin er einfaldlega sú að ríkisstjórnin ætti að ganga út á meðal mótmælenda, hlusta á þá og þá kæmi nú annað hljóð í strokkinn.
Enginn getur með rökum sagt að ástandið sé að batna í þjóðfélaginu. Reyni þeir hinir sömu að sannfæra atvinnulausa eða þá sem tapað hafa eigin fé sínu í hendur fjármálastofnana um þetta.
Ríkisstjórnir þurfa að sýna sömu hluttekningu og nærgætni og eiginkona forsetans gerði. Hún þurfti ekki að segja marg heldur aðeins að taka í hendur fólks, horfast í augu við það og faðma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flottur ertu Sigurður!
Aðalsteinn Agnarsson, 2.10.2011 kl. 14:07
Hárrétt
Marinó G. Njálsson, 2.10.2011 kl. 14:08
Dorrit er gersemi.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 14:33
Satt hjá þér Sigurður
Jón Sveinsson, 2.10.2011 kl. 15:41
Svo mikill frétta fíkill sem ég er, þá er ljóst að mér hefur gersamlega mislukkast að ná þessari frétt á Ríkissjónvarpinu eða útvarpinu okkar allra landsmanna.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.10.2011 kl. 17:19
Það er frétt um þetta hérna.
http://mbl.is/frettir/innlent/2011/10/01/forsetafruin_kyssti_mig/
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 17:27
Dorit er með hjartað á réttum stað, sama hvað hver segir.
Hún er eins og allir aðrir, fyrst og fremst persóna, en ekki talsmaður einhverra flokka eða afbrota-afla og klíkuflokka.
Ólafur Ragnar er ríkur maður, að vera giftur þessari ágætu konu, og íslenska þjóðin nýtur góðs af hennar heilsteyptu lífssýn og réttlætiskennd.
Öll raunhæf og réttlát rök styðja þá staðreyndir að Dorit er treystandi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.10.2011 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.