Skuldaklafi velferðarstjórnar lifir í áratug

Þjóðin þarf að efla verðmætasköpun sína, án þess kemst ríkið aldrei út úr skuldaklafanum. Hann verður fyrirsjáanlegur fram á næsta áratug.

Aukin verðmæltasköpun helst í hendur við það grundvallaratriði að útrýma atvinnuleysi á Íslandi. Gangi það ekki sligar skuldaklafinn þjóðina frá á næsta áratug.

Þjóðin þarf erlenda fjárfestingu. Staðan hér er með slíkum ósköpum að innlend fjárfesting á mjög erfitt uppdráttar. Þá er viðbúðið að skuldaklafinn verði enn þrúgandi á næsta áratugi.

Skipta þarf um ríkisstjórn. Sú sem nú situr hefur ákveðið að gjaldeyrishöft skulu vera út þennan áratug. Hún er í raun á móti erlendum fjárfestingum og gerir allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að innlendir fjárfestar geti þrifist. Losnum við ekki við núverandi ríkisstjórn er viðbúið að ríkið verði eini „fjárfestingaraðilinn“ á Íslandi. Þá er viðbúið að skuldaklafi vegna hrunsins verði ekki kláraður fyrr en á næsta áratug.


mbl.is Ríkið skuldar 1.386 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi fyrirsögn á bloggi hlýtur að geymast til næstu kynslóða eins og Flateyjarbók og Guðbrandsbiblía.

Nú eru afleiðingar af óstjórn og brjálæði ríkisstjórna D og B orðnar að: "skuldaklafa velferðarstjórnar!"

Þetta væri brandari - og lífshættuleg fyndni ef málefnið væri ekki alvarlegt.

Alvarlegt eins og öll skelfingin sem ríkisstjórnir Davíðs, Halldórs og Geirs olli þessu góða og kyrrláta samfélagi.

Sú skelfing reyndist að vísu í einhverjum tilvikum lífshættuleg.

Árni Gunnarsson, 2.10.2011 kl. 13:40

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það er ekki hollt, Árni Gunnarsson, að brúka heift í stað skynsemi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.10.2011 kl. 14:00

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Sumir eru sérlega illa upplýstir, t.d. að HEIMSKREPPAN er ekki Sjöllum að kenna.

Óskar Guðmundsson, 2.10.2011 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband