Styđjum lögreglumenn, öryggi landsins er undir

Virđing ríkisstjórnarinnar fer ţverrandi. Ţađ má sjá á viđhorfi hennar til einstaklinga, félagsamtaka, fyrirtćkja og jafnvel stofnana. Hún neitar ađ semja viđ lögreglumenn um kaup og kjör. Málinu var vísađ til kjaradóms ţar sem engin ásćttanleg úrlausn fékkst.

Nú sćtta lögreglumenn sig ekki viđ stöđuna og krefjast úrbóta. Ljóst má vera ađ verđi ekkert ađ gert lamast lögreglan og sérsveit hennar. Í áróđursstríđi sínu gegn lögreglumönnum fer ríkisstjórnin fram međ offorsi og látum. Inn í máliđ eru dregin innkaup hjá embćtti Ríkislögreglustjóra. Langt er síđan ríkisstjórninni hefur tekist jafn vel upp í PR málum og núna. Aldrei fékk klúđur Steingríms fjármálaráđherra vegna Sjóvár og tapsala Seđlabankans á ţví fyrirtćki jafnmikla umrćđu í fjölmiđlum. Var ţar ţó um tugi milljarđa ađ rćđa en ekki meint ólögleg innkaup upp á tugi milljóna.

Ég ţekki ágćtlega til lögreglunnar. Starfađi námsárum mínum sem sumarmađur í löggunni og var ţar međ mörgum afbragđs góđum einstaklingum sem nú eru margir háttsettir innan liđsins. Gríđarlega mikiđ hefur breyst frá ţví ađ ég gekk um götur borgarinnar í einkennisbúningi eđa ók um landiđ í vegalöggunni sem svo var oftast kölluđ. Ábyrgđ lögreglumanna hefur stóraukist, einnig álag og vinnutími. Á móti hafa launin í raun lćkkađ. Mér er til stórefs ađ fyrir ţriggja mánađa sumarvinnu í löggunni í dag sé hćgt ađ hafa nćgar tekjur til ađ halda sér uppi í níu mánuđi í háskóla.

Lögreglumenn hafa sýnt mikla stillingu og kurteisi í baráttu sinni fyrir betri launum. Fyrir ţađ eiga ţeir og forystumenn ţeirra hrós skiliđ. Í starfi sínu eru ţeir oftast til mikillar prýđi og hćst ber fórfúst starf ţeirra á međan á óeirđum í miđbć Reykjavíkur á dögum búsáhaldabyltingarinnar.

Ég styđ lögreglumenn í kröfum ţeirra um betri kjör. Öryggi ţjóđfélagsins er undir, viđ höfum ekki efni á upplausn í röđum ţeirra sem ţar leggja mest af mörkum. 


mbl.is Lögreglan mótmćlir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband