Mikil spurn eftir stöðu í heiðursverðinum
28.9.2011 | 14:12
Vinur minn einn tekur að sér að standa heiðursvörð við setningu Alþingis sé eftir því leitað. Hann er til í að gera það ókeypis. Hann er vanur stöðum, hefur gengt mörgum en er nú að leita sér að nýjum.
Feiri en hann eru atvinnulausir og tilbúnir að standa heiðursvörð og munu ábyggilega gera það vel. Þeir eru líka vanir að standa og sitja eftir því sem ríkisstjórnin óskar.
Þá má nefna þá sem hafa þegið matargjafir frá Fjölskulduhjálp Íslands og skyldum samtökum. Án efa væru þeir tilbúnir til að standa vörð um heiður Alþingis og ríkisstjórnarinnar.
Enn eru ótaldir þeir sem töpuðu heimilum sínum að hluta eða öllu leiti til ríkisins og fjármálastofnana. Þeir munu áreiðanlega fjölmenna við setningu Alþingis.
Raunar er ég sannfærður um að spurn eftir stöðu í heiðurverðinum sé miklu meiri en framboðið. Gæti best trúað að þúsundir manna mættu á Austurvöll í þögulli stöðu sem mun bergmála um allt land og loks hrekja þessa velferðarríkisstjórn frá völdum. Það væri nú heiðursvörður í lagi ...
Ekki hlutverk björgunarsveita að standa heiðursvörð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samála nafni sjáumst á vellinum þann 1 október.
Sigurður Haraldsson, 28.9.2011 kl. 16:44
Ég skal taka að mér að standa heiðursvörð um þinghúsið.
En þá þyrfti ég líka að varna þeim inngöngu sem ekki eru heiðursmenn.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.9.2011 kl. 19:05
Öfundsvert hlutverk sem þú hefur kosið þér. Sá þetta ekki fyrir ...
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.9.2011 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.