Stór hluti viðbótartekna fer í skattinn

Skyldi það vera satt að við kaffiborðin í fyrirtækjum landsins sé talað af meiri skynsemi um skattamál en í fjármálaráðuneytinu? Um það er auðvitað erfitt að dæma. Hins vegar er ljóst að almenningur tekur ákvarðanir af allt öðrum forsendum er norræna velferðarstjórnin. Og almenningur bregst við hækkandi sköttum.

Í niðurlagi leiðara Morgunblaðsins í dag, þriðjudag, er komist afar vel að orði: 

„Ungir menn um þrítugt, til dæmis, sem ættu undir eðlilegum kringumstæðum að taka glaðir við allri þeirri aukavinnu sem þeim býðst, þeir vilja ekki aukavinnuna í dag, því svo stór hluti af viðbótartekjunum fer í skattinn,“ segir hann. „Skattaumhverfið virðist vera komið algjörlega úr böndunum og er farið að letja og skemma fyrir okkur. Það er pirrandi að hugsa um þetta, því þeir sem eru duglegir vilja ekki vinna sér inn meira þótt þeir gætu og myndu með því skapa sér aukatekjur sem gætu svo farið í að greiða niður skuldir eða örva verslun og þjónustu.“

Þannig er talað af almennri skynsemi úti á hinum almenna vinnumarkaði. En í stjórnarráðinu gildir ekki almenn skynsemi. Þar ræður gömul og úr sér gengin pólitísk þráhyggja ríkjum. Þess vegna hefur endurreisnin gengið svo brösuglega og verið svo miklu hægari og langdregnari en hefði þurft. Bankahrunið var vissulega bölvað. En hvers vegna í ósköpunum þurfti að gera illt verra? 

Þarna  er vitnað til orða Kristmunds Þórissonar, framkvæmdastjóra Almenna bílaverkstæðisins. Ekki get ég séð stjórnþingmenn verjast þessum orðum hans en veit að þeir munu verða sér að athlægi fyrir að reyna.

Rétt er að hrunið hafði hrikalegar afleiðingar fyrir landsmenn en hvers vegna þurfti að gera illt verra? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband