Borgarstjórinn hættur, fjölmiðlastjórinn í vanda

Hinn raunverulegi borgarstjóri Reykjavíkur, gafst upp og gerist framkvæmdastjóri þekkingarseturs. Eftir situr fjölmiðlastjórinn, Jón Gnarr Kristinsson, með sárt ennið.

Hvað á hann nú að að gera? Sumir myndu ráðleggja honum að halda áfram sínu einfalda striki, sinna opnunum, vígslum, skemmtunum, hanastélsboðum, skjóta úr rásbyssu og klæða sig í konuföt.

Aðrir myndu ráðleggja honum að ráða einhvern annan í starf borgastjóra, einhvern sem hefur vit á fjármálum og rekstri, hefur nef í pólitík. 

Svo eru þeir til sem munu segja; Blessaður hættu nú þessari vitleysu áður en þú skemmir eitthvað meira.

Regína Ásvaldsdóttir hefur verið hinn raunverulegi borgarstjóri Reykjavíkur. Hún hefur sinnt öllum „leiðinlegu“ verkefnunum; bókhaldinu, uppgjörinu, fjármálum, ráðningamálum, niðurskurðinum og svo framvegis. Fjölmiðlastjórinn, Jón Gnarr, hefur séð um „skemmtilegu“ verkefnin.  Regína hefur staðið sig afskaplega vel en skiljanlegt er að hún vilji núna hætta í því starfi þar sem félagsskapurinn er skelfilega lítið skapandi. Er ekki ástæða til að þakka henni fyrir vel unnin störf. Hvar væri borgin ef hennar hefði ekki notið við á þessum síðustu og verstu tímum?


mbl.is Regína stýrir þekkingarsetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband