Lottóvinningur Norðurþings
25.8.2011 | 09:00
Gorgeirinn í íslenskum sveitarstjórnarmönnum ríður stundum ekki við einteyming ... Í tilefni þess að kínverkst fjárfestingarfyrirtæki hefur keypt jörðina Grímsstaði á Fjöllum lætur Bergur Elías Ágústson, sveitarstjóri Norðurþings, hafa eftir sér eftirfarandi í Morgunblaðinu í morgun:
Bergur segir fyrirhugað verkefni falla vel að stefnumótun þeirra á Norðausturlandi.
Það er aldeilis. Maður sér kallinn draga upp vasaklútinn og snýta sér hressilega og bjóða síðan aðra umferð á handarbakið - á kostnað sveitarfélagsins.
Nei, því trúir ekki nokkur maður að í stefnumótun Norðurþings sé gert ráð fyrir einu eða fleiri verkefnum upp á milljarðartugi í ferðaþjónustu.
Kínverska fyrirtækið er einfaldlega lottóvinningur fyrir íbúa og sveitarfélag. Þó afskaplega vel hafi verið staðið að uppbyggingu í ferðaþjónustu í Norðurþingi held ég að enginn hafi séð fyrir þau not af Grímsstöðum sem Kínverjarnir kunna að sjá.
Ekki er eftir annað en að óska Bergi Elías og íbúum sveitarfélagsins til hamingju með lottóvinninginn. Bið þá lengstra orða að ganga hægt um gleðinnar dyr, stórveldi hafa alltaf verið varasöm í viðskiptum. Og sumum gagnast síst af öllu stóri vinningurinn, hann getur oft snúist í andhverfu sína.
Það er síðan langur vegur frá þeim móttökum sem hinn sveitarstjórinn Bergur Elías sýnir Kirverjum og viðhorfi ríkisstjórnar Íslands. Forsætisráðherra þjóðarinnar sýndi Kínverjum hroka og dónaskap þegar hún sagðist ekki hafa tíma til að taka á móti forsætisráðherra Kína í júní.
Tugmilljarða fjárfesting á Fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:37 | Facebook
Athugasemdir
Ef þér finnst þetta eðlilegt þá þekkir þú ekkert til Hólsfjalla
Jón Ingi Cæsarsson, 25.8.2011 kl. 09:47
Skil því miður ekki athugasemdina, Jón Ingi.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.8.2011 kl. 09:49
Ef þér finnst það lottóvinningur þegar einhver segir að hann ætli að setja upp golfvöll á þessum stað þá er mér nær að spyrja... eru menn galnir. Grímsstaðir eru í 400 metra hæð yfir sjávarmáli og þar er gróður að berjast við að vaxa í þrjá mánuði á ári. Þetta er ekki ósvipað og ætla að setja upp golfvöll á Esjunni...meðalhitinn árins innan við 2 gráður. Svo er fimm stjörnu hótelhugmyndin annar kafli..sem þarf að hugsa um.
Jón Ingi Cæsarsson, 25.8.2011 kl. 10:24
Svei mér þá, jákvæður maður eins og þú ættir að taka að sér að vera blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar ...
Á Grímsstöðum hefur verið lengi verið búið. Skiptir einhverju hvort þar gisti að staðaldri ein fjöldskylda eða 100 manns. Þarna hefur sauðfjárbúskapur gengið bara vel, tún hafa verið ræktuð og slegin. Til samanburðar er Þverfellshorn í Esju er í rúmlega 700 m hæð, í slíkri hæð hér á landi kemur seint golfvöllur.
Mörgum þótti arfavitlaust á sínum tíma að gera heilsársveg milli Norður- og Austurlands.
Hvað er það eiginlega við Hólsfjöll sem þú þekkir svona vel til og gerir hugmynd Kínverja og samþykki Norðurþings tortryggilegt?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.8.2011 kl. 10:35
Nú bíðum við bara eftir fréttum af því að maðurinn fái lán frá ríkinu til þess að kaupa jörðina! Annað eins hefur nú gerst!
"If something sounds too good to be true, it usually is" segja gárungarnir stundum. Þetta finnst mér vera hlálega blanda af Garðari Hólm og Nýju fötum keisarans
Flosi Kristjánsson, 25.8.2011 kl. 12:41
Ef þessi innrás kínverja verður að veruleika er rétt að blása til byltingar og koma landráðahyskinu frá völdum í landinu. Þessi tilraun kínverja til landakaupa hér er aðeins til að þeir komi fætinum á milli stafs og hurðar ...og svo vaða þeir inn og hirða allt. Íslendingar verða leiguliðar kínverja í eigin landi. Frábær framtíð eða hvað? Ath. höfundur hefur lítið k í kínverjar af ásettu ráði.
corvus corax, 25.8.2011 kl. 13:09
Esjan er ívið sunnar en Hólsfjöll þannig að það ætti að vera sambærilegt veðurfar.. Sigurður.
og svo ef við skoðum rausæji þess að reisa FIMM störnu hótel þarna þá er að skoða eftirfarandi og meta þörf og notkun.
Jón Ingi Cæsarsson, 25.8.2011 kl. 15:42
Nei.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.8.2011 kl. 15:44
Og svo kannski veistu það ekki Sigurður að landbúnaður hefur lagst af á Hólsfjöllum vegna uppblásturs og erfiðra aðstæðna. Það var upp úr 1990
Jón Ingi Cæsarsson, 25.8.2011 kl. 15:44
Já...ég þekki Hólsfjöll...falleg á fögrum degi að sumarlagi en mikið veðravíti þar sem þú getur átt von á öllu. Td eru bílar sandblásnir lendir þú í suðvestan hvassviðri og sandauðnin sunnan Grímsstaða mætir eins og gerist á Sahara. Vetur eru mjög harðir og skaraveðrin á Fjöllum eru merkilegt veðurfyrirbæri. En gott að vera bjartsýnn .... en óraunsær er allt annað.
Jón Ingi Cæsarsson, 25.8.2011 kl. 15:53
Jón Ingi, ef einhver vill kaupa jörð, reisa þar hótel og byggja golfvöll þá hlýtur honum að vera það velkomið svo fremi sem hann fer að lögum og reglum landsins og sveitarfélagsins. Hvort þér eða mér finnist jörðin Grímsstaðir góð eða slæma er algjört aukaatriði, við erum einfaldlega ekki spurðir. Svo geri ég fastlega ráð fyrir að þeir sem að hótelinu standa hljói að vita hvernig eigi að byggja fimm stjörnu hótel og reka. Þeir þurfa ekki upptalningu af vef Ferðamálastofu til þess. Og til að ljúka þessu þá getur sandur skemmt bíla víðar en þarna, jafnvel á láglendi á Snæfellsnesi eins og ég varð fyrir. Ítreka svo að enn er ég engu nær hvert þú ert að fara með þessum athugasemdum þínum.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.8.2011 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.