Fyrir hvað stendur Guðmundur Steingrímsson?

Margir hafa heyrt getið um þingmanninn Guðmund Steingrímsson. Góð vinkona mín sagðist hafa lesið frábæra grein eftir manninn fyrir mörgum árum og hún átti hana enn. Annar sagði Guðmund vera góðan tónlistarmann og sá þriðji sagðist þekkja Guðmund sem góðan dreng.

Af einhverri kerskni bætti ég því við að án efa væri hann góður við börnin sín ...! Gott og vel. fólk er almennt gott og vel meinandi. Það vitum við. Hins vegar vita fæstir mikið um stjórnmálamanninn Guðmund Steingrímsson. Hvernig fást upplýsinga um hann? Jú, auðvitað á maður að kanna feril mannsins sem þingmanns.

Það er einmitt það sem Óli Björn Kárason, varaþingmaður, og útgefandi vefsíðunnar T24, hefur gert. Hann segir á vefsíðu sinni:

Eftir að Guðmundur var kjörinn þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn hefur hann lagt fram átta fyrirspurnir og tvær þingsályktunartillögur. Hann hefur auk þess verið meðflutningsmaður á nokkrum málum. Hvorki fyrirspurnirnar eða þingsályktunartillögurnar tvær benda til þess að Guðmundur Steingrímsson fylgi djúpri pólitískri sannfæringu. Fyrri tillagan til þingsályktunar var um notendastýrða persónulega aðstoð við fólk með fötlun. Sú tillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þingmenn allra flokka stóðu með tillögunni enda ekki um pólitískt mál að ræða. Síðari tillagan til þingsályktunar var um að seinka klukkunni um eina klukkustund. Sú tillaga fékk ekki afgreiðslu.

Átta fyrirspurnir Guðmundar eru af ýmsum toga allt frá póstsamgöngum til rafmagnsöryggis og markaðsmála.

Þingmál Guðmundar Steingrímssonar:

Fyrirspurnir:

  • Niðurstaða nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum til dómsmrh.
  • Raforkuöryggi á Vestfjörðum til iðnrh.
  • Aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna til féltrmrh.
  • Staða atvinnulausra sem ekki eiga rétt á bótum til velfrh.
  • Biðlisti eftir þjónustu barna- og unglingageðdeildar til velfrh.
  • Póstsamgöngur við afskekktar byggðir til samgrh.
  • Tækni- og raungreinamenntun til menntmrh.
  • Markaðsátakið ,,Inspired by Iceland" til iðnrh.
Þingsályktunartillögur:
  • Notendastýrð persónuleg aðstoð við fólk með fötlun Þál. 16/138
  • Seinkun klukkunnar og bjartari morgnar
Með öðrum orðum: Ekki er með nokkru móti hægt að draga nokkra ályktun um pólitíska hugmyndafræði Guðmundar, ef litið er til þeirra mála sem hann hefur haft forystu um eftir að hann settist á þing 2009. Í þeim efnum er hann óskrifað blað. 

Nú þá veit ég það. Alþingismaður hefur yfirgefið flokk sinn og stefnir á að stofna nýjan. Ekki fæ ég skilið út á hvað ágreiningurinn við gamla flokkinn er né heldur hvað maðurinn ætlar sér að stefna í stjórnmálum. Hitt er ljóst hvað hann hefur gert. Það eflir eflaust von og trú í hjörtum þeirra sem samfagna.

Hinn ritfæri bloggari Sigurður Þór Guðjónsson (http://nimbus.blog.is) getur stundum verið skemmtilega beittur. Ekki veit ég hvort hann er að tala um úrsögn Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum þegar hann skrifar eftirfarandi. Til skýringar skal þess getið að nafni minn er sérhæfir sig í skrifum um veður:

Ég gjöri hér með kunnugt að ég hefi í hyggju að stofna nýtt stjórnmálaafl, hvers afl verður ekkert smáræði.

Ég ætla að stofna Góðviðrisflokkinn því ég er engan veginn sáttur við það veður sem að mér er haldið með eigi litlu gerræði og stundum beinu harðræði. Helsta baráttumál hins nýja flokks mun verða jöfnun veðurgæðanna milli landshluta og betra veður um allt land með sterku ívafi af evrópulofti. 

Ég finn alveg rokstuðning úr öllum áttum.  

Út á þetta myndi ég kjósa Góðviðrisflokkinn. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Waage

Ekki nokkurn skapaðan hlut.

Gunnar Waage, 24.8.2011 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband