Hversu feitur var Landspítalinn fyrir niðurskurð?

Ríkisrekstur fær yfirleitt á góðærisárum að þenjast út án afláts. Lengi var öllum kröfum um sparnað í heilbrigðis- og félagsmálum mætt með andstyggilegum yfirlýsingum um að gagrýnendur væru á móti sjúklingum og vildu koma á ómannúðlegu kerfi.

Og nú kemur í ljós að á undanförnum árum hafa rekstrarútgjöld Landspítalans verið skorin niður um tæpan fjórðung og forstjóri spítalans er bara nokkuð ánægður með árangurinn ef marka má fréttina í mbl.is:

Þetta er 23%, ég endurtek, 23% niðurskurður!!" segir Björn. Starfsmönnum spítalans hafi fækkað um 11,5%, úr 5.218 í janúarlok 2009 í 4.621 í maílok sl. "Þetta allt höfum við gert án þess að sjáanlegur munur sé á þjónustu við sjúklinga eða að biðlistar hafi lengst," segir Björn.

Það fyrst sem flestir hljóta að velta fyrir sér er hversu mikil „fita“ hefur verið á rekstri spítalans, hversu reksturinn hafi, áður en farið var í niðurskurðinn, verið óhagkvæmur. Nú er sem sagt hægt að reka Landspítalann fyrir miklu lægri fjárhæð en áður var gert og með færra fólki. Og það sem meira er, enginn heldur því fram að stjórnendur séu andfélagslega sinnaðir eða hafi ómannúðleg viðhorf.

Af þessu má draga þá einföldu ályktun að kostnaður við opinberan rekstur hafi tilhneigingu til að vaxa meira en þörf er á. Reksturinn vex og tútnar út, enginn ber ábyrgð, enginn hefur heildaryfirsýn.

Á undanförnum árum hefur Björn Zoëga og fleiri stjórnað Landspítalanum af mikilli ábyrgð, tekist á við smákóngaveldið og með hægðinni haft sigur. Þetta eru því ánægjulegar fréttir og þeim mun meiri ástæða til að taka mark á viðvörunarorðum Björns sem seigr að Landsspítalinn þoli ekki meiri niðurskurð.

Ríkisvaldið gerir enn kröfu til spítalans og nú á að draga saman seglin um 1,5%. Það virðist ekki mikið en hvernig væri nú að umbuna Landspítalanum fyrir að hafa minnkað rekstrarkostnaðinn um heil 23%?


mbl.is Nóg komið af niðurskurði á LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband