Við breytum ekki tilfinningum þjóða, virðum þær

Það er rétt hjá Jóni Bjarnasyni að hvalveiðar eru tilfinningamál víða um hinn vestræna heim. Þar af leiðandi er engin ástæða fyrir Íslendinga að reyna að bjóða þjóðum heims birginn.

Við erum ekki í þeirri stöðu að geta breytt almenningsáliti þjóða í Evrópu og Ameríku. Ekki heldur eigum við að taka að okkur það verkefni að ala upp aðrar þjóðir og kenna þeim að hvalveiðar geti verið sjálfbærar. Verkefnið er einfaldlega okkur ofviða. Við getum aldrei breytt viðhorfum fólks.

Þar af leiðandi þurfum við að meta það hvort það sé þess virði að stunda yfirleitt hvalveiðar, jafnvel fyrir innanlandsmarkað. 

Ég hef mestar áhyggjur af því að tilfinningar beri aðrar þjóðir ofurliði og við fáum á okkur refsiaðgerðir. annað eins hefur nú gerst í samskiptum þjóða. Við höfum ekki efni á því að lenda í vandræðum með útflutning okkar og ferðaþjónustu fyrir ekki merkilegri atvinnuveg en hvalveiðar. Við megum ekki fórna miklum hagsmunum vegna þeirra sem eru sáralitlir.


mbl.is Hvalveiðar tilfinningamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Nú er verið að semja um aðild okkar að ESB. Þar fjölgar múslimum meira en öðrum. Verður ekki innan tíðar bannað að leggja sér svínakjöt til munns. Það byggir á tilfinningum, sannfæringu, trú o.s.frv. eins og hvalveiðibannið. Svínakjötsbannið hjá múslimum og gyðingum er þó aldagamalt. Hvalahysterían er nánast ný dilla í vestrænu yfirstéttarliði.

Skúli Víkingsson, 12.8.2011 kl. 10:59

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það má vel vera, frændi. Vandamálið lýtur þó að því að hvalveiðimálið snertir afar litla hagsmuni hjá okkur og engin ástæða til að láta það hafa áhrif á stærri hagsmuni okkar til hins verra.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.8.2011 kl. 11:56

3 identicon

Ég vona bara svo sannarlega að þetta ágætis fólk í útlöndum fái ekki tilfinningakast yfir því að við skulum veiða þorsk og ýsu, sem og aðrar fiskitegundir.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 14:55

4 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Reynslan sýnir að flestum erlendingum er nákvæmlega sama um hvali og hvalveiðar fyrir utan háværan smáhóp öfgafullra umhverfissinna sem er líka ílla við allar fiskveiðar og hafa það á stefnuskránni að banna fiskveiðar þegar hvalveiðimálið er í höfn.

Þetta eru hópar sem ekki er hægt að gefast upp fyrir enda eflast þeir bara og heimta meira.

Við verðum að gera okkur grein fyrir því að fiskveiðar eru smámál hjá stórveldunum og meðal annars flokkað sem umhverfismál hjá hinu tilvonandi Evrópska sambandsríki. Ef þessir hópar komast upp með ofbeldi gagnvart okkur þá er ekki á vísan að róa hvort fiskveiðar verði leyfðar eða bannaðar innan ekki svo langs tíma.

Eggert Sigurbergsson, 12.8.2011 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband