Þverrandi hugmyndaauðgi velferðarstjórnarinnar ...

Verði virðisaukaskattur á matvöru hækkaður eins og Sigmundur Davíð Gunnlausson, formaður Framsóknarflokksins, hefur góðar heimildir fyrir, verður það einfaldlega rothögg ríkisstjórnarinnar.

Hækkunin ber einfaldlega vott um að fjármálaráðherrann og forsætisráðherrann séu bæði þrotin kröftum, hugsjónir löngu týndar í erli dagsins nema þessar gamaldags aðferðir vinstri manna, að hækka skatta. Minnir mann á skopmyndina af „góða kallinum“ sem sker rófuna af hundinum til þess eins að gefa honum að borða.

Verði af hækkun virðisaukaskatts á matvælum fari fólk aftur út á göturnar og geri hróp að ríkisstjórninni. Hún ætti að vera að byggja upp en þess í stað brýtur hún heimilin niður. Ráherrarnir fara aldrei á undan með góðu fordæmi, þeir hvetja ekki, stappa ekki stálinu í landsmenn. Þess í stað tuða formenn ríkisstjórnarinnar um tóman ríkissóð. Aldrei tala þeir um að auka verðmætasköpun í landinu. Þeir vita ekki einu sinni hvernig á að standa að slíku.

Þetta er hin norræna velferðarstjórn sem engin styður lengur. 


mbl.is Virðisaukaskattshækkun á mat?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Jónsson

Sammála þér Sigurður, þetta er einmitt einkenni velferðarríkisstjórna! Þessari ríkisstjórn er vissulega annt um velferð okkar eða hitt þó heldur.

Jón Jónsson, 8.8.2011 kl. 22:06

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fjandinn hirði þau Jóhönnu og Steingrím, sorrý en ég er alveg að gefast upp á þessu pari og þeirra pótintátum, og verði þessi vaskhækkun að veruleika þá eigum við borgara að bera þau út þegar alþingi kemur saman, ekker minna en það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2011 kl. 22:18

3 Smámynd: Jón Jónsson

Sammála þér Ásthildur, við eigum að bera þau út. Af hverju eru ekki allir niðri á Austurvelli þegar Alþingi er að störfum eins Hörður Torfa og Co. gerðu um árið?

Jón Jónsson, 8.8.2011 kl. 22:42

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já af hverju ekki.  Sum okkar eru of langt í burtu. En samt sem áður, við verðum einhvernveginn að koma þessu fólki frá með einhverjum ráðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2011 kl. 22:50

5 Smámynd: Jón Sveinsson

Valdníðsla er einkunarorð Ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms, Rétt hjá þér Á Sthildur það hefði þurft að vera búið að því fyrir laungu Svik við þjóð og líð er þeirra MOTTÓ

Jón Sveinsson, 8.8.2011 kl. 22:59

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fátt bendir til, Jón, að þessi ríkisstjórn sé á nokkurn hátt annt um velferð almennings. Það er svo ótalmargt sem bendir til þess; atvinnuleysið, skuldastaða heimilanna ...

Ásthildur er eins og allur almenningur sem unnvörpum er að gefast upp á ríkisstjórninni,. Jafnvel ráðherrar og þingmenn grípa ekki til varna. Eina sem þetta lið kann er að draga kjarkinn úr fólki.

Auðvitað þurfum við að bera hrekja þetta lið út úr stjórnarráðinu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.8.2011 kl. 23:01

7 Smámynd: Sandy

Ég er fyrir löngu orðin leið á ráðaleysi þessarar ríkisstjórnar og hef lengi viljað hana frá, en hún hefur setið lengur en ég gerði ráð fyrir í upphafi því miður!

Ef húsmæður þessa lands hagræddu í heimilisrekstrinum eins og þessi ríkisstjórn gerir í rekstri þjóðarbúsins væru heimilin löngu orðin hungurmorða. Það er hægt að spara í ríkisrekstrinum mun betur en gert er, en til þess að það sé hægt þarf ríkisstjórnin að byrja á að viðurkenna fyrir sjálfri sér að það sé kreppa í landinu. Það væri t.d. hægt að spara mikið í utanríkisþjónustunni ef vilji væri fyrir hendi. Ég mundi einnig mæla með að endurgreiða AGS a.m.k. hluta af því láni sem tekið var og létta þar með á vaxtagreiðslunum svona mætti lengi telja, en nei Jóhanna og Seingrímur eru ekki tilbúin til að horfast í augu við staðreyndir og hækka skatta,hvort sem það verður tekjuskattur eða VSK.

Þess vegna er ég því hjartanlega sammála að koma ríkisstjórnini frá áður en hún gerir meiri óskunda en hún er búin að t.d. með því að troða okkur inn í ESB, sem væri það mesta tjón sem við yrðum fyrir, ekki aðeins vegna þess að við þyrftum e.t.v. að breyta öllum okkar ættjarðarlögum.

Sandy, 9.8.2011 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband