Flausturslega gerð frétt

Þau voru mjög heppin,“ segir Helga Þorbergsdóttir hjúkrunarfræðingur í Vík, sem hefur ásamt fleirum tekið þátt í að hlúa að Tékkunum sem lentu ofan í Blautulóni í gær. Hópurinn hefur ekki ákveðið framhald ferðalagsins, en samkvæmt ferðaplaninu átti hann að fara heim í vikunni.

Örnefnið Blautulón er fleirtöluorð, á við öll vötnin. Blautalón er ekki til á þessum slóðum. Beygist eins og hér segir: 

  • Blautulón
  • Blautulón
  • Blautulónum
  • Blautulóna 
Það gengur eiginlega ekki lengur hjá Mogganum mínum að bjóða upp á svona flausturslega gerðar fréttir. Í gær voru allar fréttir um þessa slys meingallaðar, ekki síst landafræðin. Þetta má ekki endurtaka sig dag eftir dag.

 


mbl.is „Þau voru mjög heppin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband