Ríkisstjórnin skiptir sér ekki lengur af atvinnuleysinu

Rétt eins með og skuldir heimilanna segir ríkisstjórnin að atvinnuleysið komi henni ekki lengur við. Það hafi lækkað og sé nú bara á við það sem það er víða í Evrópu.

Ráðherrarnir gleyma því auðvitað að atvinnulausum á skrá hefur fækkað vegna þess að svo margir hafa flúið landið og fengið vinnu t.d. á Norðurlöndunum. 

Atvinnulausum hefur líka fækkað vegna þess að svo margir hafa verið þvingaðir af atvinnuleysiskrá þar sem þeir hafa verið þar „of lengi“.

Atvinnulausum fjölgar ekki að ráði vegna þess að svo margir einyrkjar komast ekki á atvinnuleysisskrá. Einnig komast ekki einstaklingar sem rekið hefa lítil fyrirtæki á eigin kennitölu og t.d. verið með einn eða tvo í vinnu ekki á skrána.

Fjölmiðlar eru löngu hættir að birta fréttir af atvinnulausum, þeir eru svo neikvætt fréttaefni, allir eins, allir vonlausir og líklegast leiðinlegir. En þannig er staðan engu að síður fyrir atvinnulausa, svartnættið framundan, engin von því ríkisstjornin gerir ekkert til að koma þjóðinni upp úr kreppunni.

Ríkisstjórnin ætlar ekki að ráðast í Norðfjarðargöng, ekki að reisa nýtt fangelsi, ekki vill hún breikka Suðurlandsveg. Hún ber fyrir sig blankheitum. Engu að síður eru allir bankar fullir fjár. Lífeyrissjóðirnir vita ekki hvað þeir eiga að gera við auðævi sín.

Er ekki kominn tími á þessa aðgerðarlausu ríkisstjórn sem hefur það heitt að hugsjón að passa stólana sína fyrir almenningi sem gæti kosið einhverja aðra flokka en Samfylkinguna eða Vinstri græna.


mbl.is Á annan tug þúsunda verða án vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Því miður er þetta allt saman rétt hjá þér.

Ríkisstjórnin hamast hinsvegar við að reyna að breiða yfir þessar staðreyndir með því að segja okkur það aftur og aftur að þetta sé alls ekki rétt heldur alveg omvent og hér sé allt á góðri leið, heimilin í góðum málum, atvinnuleysi að minnka og hagvöxtur að aukast.

Semsagt: Allt í góðum gír á Íslandi. Engin ástæða til að gera eitt eða neitt til að breyta einhverju.

Viðar Friðgeirsson, 6.8.2011 kl. 12:31

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já svo sannarlega er þetta satt og það er löngu komin tími á ríkisstjórnina eins og hún leggur sig.

Margt meirihluta fólk er kannski ekki alveg sammála sinni stjórn, en þora ekki að segja neitt að ótta við að verða úti blessaðir aumingjarnir, því það eru allir þeir sem ekki fylgja sinni skoðun.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.8.2011 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband