Ögmundur segir nei ...

Innanríkisráðherra hefur tekið upp nýja siði. Hann er núna nei-maðurinn, sá sem hafnar öllum framkvæmdum og vísar ábyrgðinni til flokksbróður síns fjármálaráðherrans. Sjálfur segjir hann hlyntur Norðfjarðargöngum og telur þau arðvænleg.

Af þessum orðum hans má ráða að ekki sé nú samkomulag þeirra fóstbræðra í bræðralagi Vinstri grænna ekki sem best. Ögmundur er góði gæinn og vísar öllu neikvæðu til ábyrgðar Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG og fjármálaráðherra.

Auðvitað vinnur samhentur hópur ekki þannig og langt í frá er ríkisstjórnin einhuga í verkefnum sínum. Það má greinilega sjá af afleiðingum rúmlega tveggja ára óstjórnar.

Engum skiptir það máli þótt óeining ríki í flestum málum innan ríkisstjórnarinnar. Verkefni þjóðarinnar ætti að vera að losa sig við ríkisstjórn sem ekki skilur að í þrengingum þarf að leggja í stórar framvæmdir til að koma atvinnulífinu í gang. Vinstri menn skilja ekki þessa staðreynd og þess vegna geysar pólitískur sinubruni í íslensku atvinnulífi og verðmætasköpunin minnkar stöðugt, atvinnuleysi eykst og fólk flýr land.

Og Ögmundur segir nei við samgöngubótum, nei við fangelsi, nei við öllum sköpuðum hlut, vísar ábyrgð á Steingrím en situr sjálfur sem fastast af því að það er svo gaman að vera ráðherra ... 


mbl.is Peningar fyrir göngum ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta er satt hjá þér því miður og um leið þá gerum við ekkert í málunum til að losna undan verstu stjórn sem starfað hefur á landi voru!

Sigurður Haraldsson, 4.8.2011 kl. 10:14

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ps. Þegar bjarga á lánastofnun þá eru til nægir peningar!

Sigurður Haraldsson, 4.8.2011 kl. 10:15

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

WC er sameginlegt hugtak yfir stjórnmálamenn sem eru búnir að gera uppá bak í meira en 10 ár samfleitt.

Samspillingin hefur þó allavega efni á að skeina skig annars lagið... auk þess að eiga alvöru áróðursvél.

Óskar Guðmundsson, 4.8.2011 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband