Handarbaksvinnubrögð

lereftshofu.jpg

Eftir myndum að dæma virðist Múlakvísl slá sér vítt við gamla brúarstæðið en samkvæmt mælingum er vatnsmagnið um það bil hið sama og það var fyrir flóð. Þetta sést á meðfylgjandi línuriti Veðurstofunnar en það er frá fellinu Léreftshöfuð, sem er tæpa sex kílómetra þar fyrir norðan.

Hins vegar skil ég ekki hvernig hægt er að gera ráð fyrir að það minnki enn frekar í fljótinu síðdegis því oftast er gert ráð fyrir því að meira vatn sé á þeim tíma í jökulfljótum þegar bráðvatn dagsins skilar sér í þau. Þó svo að gert sé ráð fyrir að það kólni þegar líður á daginn koma þau áhrif varla fram fyrr en í kvöld eða nótt.

Það er hins vegar algjörlega óskiljanlegt hvers vegna Vegagerðin grípur ekki til bráðabirgðaaðgerða til að brúa Múlakvísl. Ómar Ragnarsson hefur bent á notkun röra, það sé einfaldlega hægt að raða saman stórum rörum og mynda þannig brú. Sama hefur Árni Johnsen alþingismaður gert en hann bendir á að hægt sé að nota gáma í sama tilgangi.

Það þarf því enginn að segja manni að ekki sé hægt að leysa þetta verkefni á skemmri tíma en þremur vikum. Vegagerðin þarf einfaldlega að rísa upp og fara að vinna vinnuna sína.

Menn geta ekki látið sem svo að ekki sé hægt að temja eitt fljót með rökréttum aðgerðum.

Það er því í hæsta máta hlægilegt að nú séu einhver stór tæki sem eiga að ferja fólk yfir fljótið. Engu er líkar en þjóðin sé komin fjörtíu ár aftur í tímann í tæknilegu tilliti. Svona handarbaksvinnubrögð eru Vegagerðinni til mikils vansa.


mbl.is Þess beðið að sjatni í ánni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú ert að grínast... er það ekki ??

Jón Ingi Cæsarsson, 11.7.2011 kl. 15:15

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, langt í frá, minn kæri.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.7.2011 kl. 15:17

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jæja....já...

Jón Ingi Cæsarsson, 11.7.2011 kl. 15:27

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Besserwisser....

hilmar jónsson, 11.7.2011 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband