Af örnefnum og ónákvæmni í fréttinni

Ekki veit ég hvar örnefnið „Kirkja“ á að vera í Steinsholti. Hins vegar heitir klettakaus þar Kirkjuhöfuð samkvæmt bók Þórðar Tómassonar, Þórsmörk. Ekkert er við því að segja þó ný örnefni verði til, þannig er það og þannig hefur það alltaf verið. Þó er nauðsynlegt að örnefnin séu fleirum kunnug en þröngum hópi manna í björgunarsveit.

Svo er ekki úr vegi að gagnrýna bæði Morgunblaðið og fjölda fólks sem fer rangt með þessi fallegu örnefni, Steinsholt, Steinsholtsá og Steinsholtsjökull. Eignarfallsending er í fyrsta hluta þess. Sé essinu sleppt má eiginlega segja að orðið gengisfalli og öll dýrðin hverfi úr því. Steinsholt er ólíkt fallegra orð ein Steinholt. Ef til vill er þetta bara smekksatriði.

Víkjum aftur að manningum sem heimtur hefur verið af jökli.  Hann týnist á Fimmvörðuhálsi og finnst ofanvert í Steinsholti. Steinsholt er innan við Gígjökul og nær að Steinsholtsjökli, sem er skriðjökull. Þar fyrir innan er Stakkholt. Mér finnst einhvern vegin líklegra að maðurinn hafi fundist ofan við Merkurtungur. Finnst einhvern vegin ólíklegt að björgunarsveitarmenn og sá sem týndist hafi álpast yfir sprungusvæðið ofan við Steinsholt og Stakkholt. Þar er líka snarbratt niður, þó ekki ófært.

Svo er ástæða til að skýra út fyrir lesendum að Þórólfsfell er handan Markarfljóts, langt frá Þórsmörk, Goðalandi og Fimmvörðuhálsi. Heill dalur á milli. Á Þórólfsfelli er endurvarpi og sími mannsins hefur líklega komið þar inn og mælst átta kílómetrum frá varpanum. Þar af leiðandi hefur björgunarsveitarmönnum verið vísað í Eyjafjallajökul.

Hins vegar er ofmælt að maðurinn hafi gengi yfir Eyjafjallajökul. Hann gekk á jöklinum til vesturs og kom líklega að brún hans norðanmegin. Svo bíðum við bara nánari frétta en hvetjum blaðamann Moggans um að vera nákvæmari í landafræðinni. 


mbl.is Maðurinn er fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband