Óþolandi vinnubrögð Vegagerðar og ríkisstjórnar
10.7.2011 | 19:41
Ferðaþjónustutíminn hér á landi eru þrír til fjórir mánuðir. Þrjár til fjórar vikur þýðir einfaldlega að stórt tap verður á rekstri ferðþjónustufyrirtækja í Skaftafellssýslum. Og ekki nóg með það, þetta tap dreifist út um samfélagið í báðum sýslum.
Seinlæti Vegagerðar ríkisins er alls ekki ásættanlegt og sinnuleysi ríkisstjórnarinnar bendir eindregið til þess að hún skilji ekki alvöru málsins. Raunar hefur ríkisstjórnin aldrei skilið mikilvægi atvinnulífsins í þjóðfélaginu. Hún heldur líklega að verðmætasköpunin aðeins til í kaffihúsum í 101 Reykjavík - með fullri virðingu fyrir þessari atvinnugrein.
Óskiljanlegt er að það taki heilar þrjár vikur að koma upp bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl. Ferðaþjónustan í Skaftafellssýslum má ekki við þessu um hábjargræðistímann. Þeir ferðamenn sem ætluðu um Suðurland og austur um Kirkjubæjarklaustur, Öræfi, Suðursveit, Mýrar, Höfn og Lón koma einfaldlega ekki aftur.
Samtök ferðaþjónustunnar hafa rétt fyrir sér, neyðarástand ríkir í ferðamálum. Þingmaður Framsóknarflokksins virðist hafa skilning á ástandinu og fleiri þingmenn þurfa að rísa upp af sínum feitu afturendum og krefjast eldsnöggra úrbóta af hálfu ríkisstjórnarinnar.
Hversu flókið er það annars að skella einni brú yfir Múlakvísl er að verða að smámigu miðað við það sem hún var þegar flóðið stóð sem hæst? Það er eins og að Vegagerðin haldi að fljótið haldi á einhvern óskiljanlegan hátt vatnsmagni sínu. Þarf ekki að fara að skoða þessa ríkisstofnun sem virkar eins og ríki í ríkinu og fer svo hægt yfir að tímamælingin er í misserum og áratugumÐ
Tók 5-6 daga að opna 1996 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki ætla ég nú að taka upp hanskann fyrir rassþunga embættismenn og stjórnmálamenn. En tók ég ekki rétt eftir að það var 130 metra löng brú sem fór í burtu? Það er nú varla við því að búast að menn séu með varabrú á lager sem er hægt að skottast með á öðrum degi eftir slíkar náttúruhamfarir og smella á sinn stað eins og að skipta um dekk á bíl.
Gísli Sigurðsson, 10.7.2011 kl. 19:54
Snillingur- þú hlýtur að vita hvernig á að koma upp 120 metra brú upp á innan við 2 vikum. Fyrst þú´ert svona klár afhverjur seturðu þig ekki i samband við Vegagerðina og segir þeim hvað þeir eiga að gera. Það er búið að ræsa út allan mögulegan mannskap sem kann til verka á þessu sviði og menn vinna allan sólarhringinn en samt vælið þið sjálfstæðismenn í rikisstjórninni.
Ekkert annað en sorglegt hvernig menn haga sér.
Óskar, 10.7.2011 kl. 21:07
Alveg er það óhemju langsótt og ómálefnalegt að reyna að kenna ríkisstjórninni um að það taki þennan tíma að koma upp bráðbirgðabrú.
Svo vil ég vekja athygli á að menn tal um "allt að" . Ef allt gengur vel og góðar aðstæður, veður og vatnsmagn, gæti þetta tekið stytri tíma.
Landfari, 10.7.2011 kl. 21:38
Gísli, efni í bráðabirgðabrú er til og það er fljótlegt að byggja hana, tekur engar þrjár vikur ef vilji er yfir hendi. Árið 1996 var Grímsvatnahlaup og brúna yfir Skeiðará tók af. Það tók tæpa viku að laga hana. Vegagerðin er með gríðarstór rör sem hægt er að setja Múlakvísl í á meðan á gerð brúar stendur. Hægt er að negla niður staura og búa til bráðabirgðabrú.
Landfari, auðvitað ræður ríkisstjórnin yfir fjármagni til mannvirkjagerðar. Það er hún sem tekur ákvarðanir en Vegagerðin framkvæmir.
Aðalatriðið er að hver dagur skiptir máli fyrir ferðaþjónustuna um hábjargræðistímann. Ég sé ekki að verið sé að vinna að krafti. Deili þar sjónarmiðum með Samtökum ferðaþjónustunnar og Sveitarfélaginu Hornafirði svo einhverjir séu nefndir.
Óskar, hefði kosið að þú sýndir kurteisi. En fyrst að þú nefnir það, þá held ég að Vegagerðin hlusti ekki frekar á mig en Hornfirðinga og ferðaþjónustufyrirtækin. Annars orðar Hlynur Snæland Láursson þetta mjög skilmerkilega svo það er ekki ástæða fyrir mig að vera með einhverjar orðalengingar.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.7.2011 kl. 22:42
Sigurður, er ekki Steingrímur búinn að gefa út yfirlýsingu sem fjármálaráðherra og starfandi forsætisráðherra, fyrir hönd ríksstjórnarinnar, að sú leið verði farin sem fljólegust er? Hann sagði ekki hagkvæmust heldur fljótlegust.
Það getur ekki takmarkað hraðann hjá vegagerðinni að hafa það vegarnesti.
Landfari, 10.7.2011 kl. 23:05
Snilld er að eiga svona menn sem vita allt best...og vita alveg hverjum er um að kenna...
Jón Ingi Cæsarsson, 10.7.2011 kl. 23:18
Jón Ingi, ert þú ekki einn af þessum snillingum sem vita að hrunið var bara Davíð að kenna?
Þar komu Ingibjörg og Björgvin ekkert við sögu og að sjálfsögðu ekki Jóhanna, enda stýrir hún "björgunarliðinu".
Landfari, 10.7.2011 kl. 23:41
Í verkfræðisveitum bandaríska hersins er metið í byggingu bráðabirgðabrúa yfir stórfljót nákvæmlega 12 mínútur og ein sekúnda. Þar eiga þeir einingarnar tilbúnar á lager. Ef þetta er hægt í þeim tilgangi að drepa og skemma (sem er tilgangurinn með hernaði) hvaða kröfur er þá eðlilegt að gera þegar tilgangurinn er uppbyggilegur?
Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2011 kl. 23:42
Guðmundur eigum við að eiga tilbúnar brýr á lager þegar líkur eru á einu svona flóði á 50 ára fresti ? Væri það ekki frekar klaufaleg meðferð fjármuna ? Varðandi 12 mínúturnar þá efast ég um að gerðar séu ströngustu öryggiskröfur til mannvirkja sem reist eru á nokkrum mínútum í hernaði. Ef spurningin er um hvort við eigum að rusla upp einhverju dóti á nokkrum dögum sem ekki stenst strangar öryggiskröfur til að bjarga ferðaþjónustunni eða taka þann tíma sem þarf í þetta til að forða því að mannslíf séu í hættu þá held ég að valið sé auðvelt svona hjá flestum allavega.
Óskar, 11.7.2011 kl. 00:22
Brúin fór ekki öll þegar hlaupið 1996 var. Heldur bara hluti af henni. Hún stóð þetta af sér af mestu. Og því var tiltölulega auðvelt að gera við hana.
Þess vegna þykir mér þessi dæmi tvö ekki sambærileg.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 11.7.2011 kl. 00:28
,,tuttugu til þrjátu metra brú eða ræsi dugar vel sem brú til að byrja með"
Gef mér að þú egir við sambland af þessu tvennu. þ.e. ræsi við sitthvorn bkkann og eitthvað út og brú yfir miðjuna o.s.frv.
Eg mundi halda fyrirfram að þetta væri ekki svo auðveld lausn.
Skiptir máli samt vatnsmagnið. En miðað við hvernig það sýtnist á myndum og sona þá mundi eg halda að þessi hugmynd gengi tæplega. (þó hún sé áhugaverð) En vatnsmagn minkar kannski. Sjáum til hvað þeir segja hjá vegagerðinni á morgun.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.7.2011 kl. 01:13
Þið í ferðaþjónustunni eru að verða ykkur til háborinnar skammar og ekki stendur á þér að æpa eins og hinir úr þeim flokki. Ég hef fylgst með þínu bloggi lengi og þar má segja að það er smátt sem hundstungan finnur ekki. Þínar ær og kýr eru að berjast gegn núverandi Ríksstjórn og halda uppi merki Davíðs og náhirðar hans í Sjálfstæðisflokknum. Að kenna Ríkisstjórninni um að ekki er komin brú aftur á Múlakvísl á stundinni er nokkuð langt seilst jafnvel fyrir þig og Ernu og aðra sem far hamförum gegn Rikisstjórninni og Vegagerðinni.
En ef þið ferðaþjónustufólk hafið lausnin á því að brúa ána á einum degi því þá ekki a drífa sig austur og taka til hendinni og sýna snilli sína?
Sigurður Grétar Guðmundsson, 11.7.2011 kl. 09:36
Sæll nafni minn. Þetta er nú alls ekki málaefnalegt innlegg hjá þér og skilar engu þó svo að allt væri nú satt og rétt. Hins vegar hefur ferðaþjónustan, sveitarfélög og fyrirtæki hafa tjáð sig um brúarmálið. Komið hafa fram tillögur t.d. um að setja Múlakvísl í rör, sem Ómar Bjarki ræðir hér fyrir ofan. Af hverju má ekki hafa skoðun á málinu og af hverju finnst mönnum þrjár vikur litlu skipta um hábjargræðistímann? Þetta er ekki bara spurning um ferðaþjónustuna heldur líka flutninga á matvöru, framleiðsluvörum og eldsneyti. Er bara í lagi að verslanir á Höfn fái matvörur og annað norðurleiðina?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.7.2011 kl. 10:10
Ég vil nú halda það Sigurður að samanburðurinn við opnun hringvegarins á Sandinum árið 1996 sé ekki samanburðarhæfur - enda var þannig árið 1996 að nýbúið var að taka úr notkun brýrnar á Fjallsá og Hrútá í Öræfum þegar vegurinn var færður niðurfyrir hólana, og því var mjög auðhlaupið að því að brúargólfin af þeim brúm til að reisa bráðabirgðabrúna á Gígju. Einnig fóru menn þá leið með gígju að finna stað þar sem að farvegurinn var djúpur miðað við nærumhverfi og þrengri en á upprunalegum brúarstað - slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi í Múlakvísl.
Sigurjón Þórsson, 11.7.2011 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.