Tryggvi brást rétt eins og ríkisstjórnin
29.6.2011 | 06:11
Mér er eiginlega orðið fyrirmundað að skilja hvers vegna samflokksmaður minn, Tryggvi Þór Herbertsson, situr á Alþingi. Þetta er maðurinn sem lætur sér sæma að ráðast á önnur sveitarfélög og krefjast breytinga á þeim til að sitt eigið kjördæmi gæti hugsanlega notið góðs af. Þar á ég við þingsályktunartillögu hans og Sigmundar Ernis, Samfylkingarmanns, um færslu á legu þjóðvegar frá Blönduósi. Þeim Bakkabræðrum skiptir engu þó það hafi í för með sér gríðarlegt tekjutap og skaða fyrir Austur-Húnvetninga, hvernig sem á málið er litið.
Og meðvitundarleysi hans er slíkt að hann vaknar upp við spurningu blaðamanns Morgunblaðsins og kennir ríkisstjórninni um að gleymst hafi að framlengja með lögum frest til að taka út séreignasparnað.
Hafi Tryggi hafti einhverja glætu um að við, hinir almennu borgarar, kynnum að geta nýtt okkur áframhaldandi úttekt séreignasparnað lengur en til aprílloka, þá var honum í lófa lagið að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum þar um.
En, nei, hann gleymdi því rétt eins og ríkisstjórnin sem hann kennir svo um og vaknar nú með fjölmiðlakvaki.
Þurfum við á þingmönnum að halda sem eru jafnslakir og ríkisstjórnin sem þeir gagnrýna?
Gleymdu að framlengja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.