Borgarstjórnarmeirihlutinn enn í rusli
24.6.2011 | 07:17
Bestiflokkurinn og Samfylkingin í borgarstjórn Reykjavíkur hafa hrakist með hvert málið á fætur öðru út í horn þar sem þeir hafa ýmist orðið að aðhlátursefni eða veri harkalega gagnrýndir fyrir slæma stjórn. Sorpreglurnar eru eitt dæmið. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur enn ekki komið þeim í framkvæmd og núna síðast telur borgarlögmaður kostnaðarútreiknnga ekki uppfylla kröfur sem gera verður til rökstuðnings fyrir þjónustugjaldi.
Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur bent á að borginni sé skylt að sækja heimilissúrgang og það sé brot á jafnréttisreglu að krefjast hærra gjalds fyrir það. Að vísu er lögmaður borgarinnar ekki sammála. Má þá örugglega búast við því að einhver borgarbúi stefni borginni fyrir dóm vegna málsins.
Marta hefur lagt fram nokkra athyglisverð rök í málinu. Í frétt Morgunblaðsins í morgun segir:
Það eru vankantar á þessum verklagsreglum og það hefur verið mikill vandræðagangur í kringum þetta mál. Gildistöku reglnanna hefur verið frestað nokkrum sinnum, segir Marta Guðjónsdóttir. Reglurnar séu illa ígrundaðar og óvíst sé hvaða hagræðing náist. Marta segist ítekað hafa beðið um kostnaðartölur við breytingarnar. Hvað kosti til dæmis að mæla vegalengdina að öllum sorptunnum í Reykjavík. Engin svör hafi þó borist þess efnis.
Illa ígrundaðar sorpreglur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.