Frábær árangur Boltafélagsins og Bolvíkinga

Góður árangur íþróttaliða á landsbyggðinni hefur gríðarleg áhrif fyrir viðkomandi byggðarlag. Ekki aðeins að hann er bein hvatning til ungmenna að stunda íþróttir heldur eykst samheldni og samkennd meðal íbúanna. Að auki er árangurinn gríðarleg auglýsing fyrir byggðarlagið.

Alkunna er að Vestfirðingar hafa átt í margvíslegum vanda. Það hefur ekki beinlínis verið þeim góð auglýsing að vegakerfið var slæmt, kvótinn fluttist í burtu, íbúum fækkaði og svo má lengi telja. Þetta er það sem birtist öðrum landsmönnum og gefur slæma mynd af Vestfjörðum, vont PR ef svo má orða það. Þessi mynd er þó skökk og skæld og alls ekki raunveruleikinn. Hann er allt annar. 

Rétt eins og víðast á landinu býr gott og duglegt fólk á Vestfjörðum, það sinni sínum störfum af alúð og dugnaði, börnin ganga í skóla, heilbrigðisþjónustan er góð, verslanir fínar og menningin er í raun miklu meiri en íbúar á suðvesturhorninu geta ímyndað sér. Og það sem meira er þátttaka almennings er miklu meiri.

Skellur sá sem knattspyrnulið Breiðabliks varð fyrir á Ísafirði er engin tilviljun. Knattspyrnulið BÍ/Bolungarvíkur er skipað hörkunöglum sem gefa ekkert eftir. Og leikgleðin er í fyrirrúmi. Þessi sigur á Íslandsmeisturunum er miklu meiri en einfladur sigur í knattspyrnu. Hann er miklu meiri og ber þess vitni að mannlíf og menning á Ísafirði og Bolungarvík blómstrar og mikil ástæða til að óska íþróttamönnum og íbúum til hamingju með árangurinn.


mbl.is Erum frekar hátt uppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband