Brestur í vinskap Seðlabanka og ríkisstjórnar?

Maður fer nú að hafa áhyggjur af því að eitthvað hafi slest upp á vinskapinn milli Seðlabankastjóra og ráðherranna, forsætis- og fjármála.

Eins og það var nú gaman þegar allt lék í lyndi og ríkisstjórnin var búin að losa sig við Davíð Oddsson og hina seðlabankastjóranna. Og muniði þegar Jóhanna ákvað að borga Má hærri laun en leyfilegt er samkvæmt reglunum. Þvílíkir prakkarar. Og svo spiluðu þau ping pong saman; ríkisstjórnin sagðist vera að vinna í efnahagsmálum og Seðlabankinn svaraði með því að hæla ríkisstjórninn fyrir efnahagsstefnuna. Og ríkisstjórnin barðist gegn hagmunum heimilanna og Seðlabankinn gekk í hjónaband með Fjármálaeftirlitinu og svo túlkuðu þau hæstaréttardóminn um gengisbundin lán bönkunum í hag.

... ó, hvað þetta voru nú góðir dagar.

En núna vogar Seðlabankinn að segja að verðbólgan sé á uppleið og „ef núverandi gengi krónunnar styrkist ekki á næstunni þá er útlit fyrir að launahækkanir sem felast í nýgerðum kjarasamningum vera meiri en samræmist verðbólgumarkmiðinu til lengdar.“ Það gengur auðvitað ekki ... Ríkisstjórnin á ekkert pong við því.

Við skulum nú vona að allt lagist nú á milli þessara indælu leikfélaga, Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar. 


mbl.is Vaxtahækkun líkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Waage

góður :)

Gunnar Waage, 15.6.2011 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband