Atvinnuleysi og einkavinavæðing

Í lok maí voru 13.296 án atvinnu hér á landi. Því til viðbótar fluttu um tvö þúsund vinnufærir af landi brott umfram aðflutta. Atvinnuástandið er með öðrum orðum skelfilegt og fer því miður ekki batnandi.
Á bak við þessar tölur er mikil þjáning, ekki aðeins hinna atvinnulausu heldur einnig þeirra nánustu. Á sama tíma gera stjórnvöld ekkert annað í atvinnumálum en þvælast fyrir, hækka skatta, hindra nýsköpun og vega að grónum atvinnugreinum.
 
Tvær greinar í Morgunblaðinu í morgun vöktu athygli mína. Annars vegar síðari leiðari blaðsins en ofangreind tilvitnun er úr honum. Þetta verður ekki betur orðað. Þó margt sé hægt að finna að störfum norrænu velferðarstjórnarinnar þá verður meðhöndlun hennar á atvinnuleysi og atvinnulífi henni til ævarandi skammar.
 
Hin greinin sem mér fannst góð er á blaðsíðu 20 og er eftir Halldór Friðrik Þorsteinsson og ber fyrirsögnina Byr í boði hins opinbera. Þetta er afar góð grein og hafi einhvern tímann verið ástæða til að tala um einkavinavæðingu þá er það í uppgjöri Byrs.
 
Halldór segir í niðurlagi greinarinnar: 
 
Málið er enn alvarlegra þegar litið er til þess umboðs sem málsaðilar hafa. Slitastjórnarfólk þiggur umboð sitt frá Héraðsdómi Reykjavíkur og eru því opinberir sýslunarmenn. Stjórn Byrs er skipuð af fjár- málaráðuneytinu til að gæta al- mannahagsmuna og sjá til þess að góðir viðskiptahættir séu hafðir í fyr- irrúmi. Með vali sínu á fyrirtæki sem augljós þríþætt hagsmunatengsl ættu að útiloka frá allri aðkomu yf- irleitt, skapar stjórnin tortryggni í kringum verkefnið og teflir árangri þess í tvísýnu. Það verða seint talin fagleg vinnubrögð. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband