Jón er rökþrota og vegur að umsagnaraðilanum

Það er alltaf gamla sagan með þetta lið úr VG. Þegar það verður rökþrota þá er gripið til þess að skrökva. „Við höfum þjóðina með okkur ...“, segir Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og bliknar hvergi.

Auðvitað er þetta tóm þvæla og byggist ekki nema á umhverfi Jóns. Gallinn er bara sá að hann hlustar ekki á fólk. Hann veit ekki skoðun þjóðarinnar einfaldlega vegna þess að hann fylgist ekki með.

Jón getur ekki varið þetta blessaða frumvarp. Allir leggjast gegn því og sérfræðingurinn segir að frumvarpið sé illa gert. Hvað segir á Nonni: Grétar Áss er ekki alvitur. Rökþrota maður grípur til þess óyndisúrræðis að vega að manni persónulega. Þetta er ekki verjandi. 


mbl.is „Við höfum þjóðina með okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Gleymdir þú nokkuð að taka töflunar þínar í dag vinur ? ....

Níels A. Ársælsson., 7.6.2011 kl. 16:57

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Efalaust má bæta þetta frumvarp en það er ekki ásetningur sjálfstæðismanna. Það vita allir sem vilja vita að þjóðin stendur með Jóni Bjarnasyni í þessu máli. Kvótamálið er búið að vera fleinn í holdi þessa samfélags allt frá því að í ljós kom að það brenndi ofan af fólkinu í sjávarþorpunum.

Ekki batnaði andrúmsloftið við það þegar sjallar og framsókn tóku upp á því að senda hagfræðinga út af örkinni til að reikna út að flóttinn úr sjávarplássunum væri alveg óháður stjórn fiskveiða.

Þáttur Hafró er auðvitað stór í þessum samfélagsglæp en þó mestur hvað það varðar að hafa haldið fiskistofnum frá veiðum til að vernda kvótaverðið.

Árni Gunnarsson, 7.6.2011 kl. 23:09

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sammála Árna Gunnarsyni.

Stærsti gallinn er kannski sá að Jón gekk ekki nógu langt í að leiðrétta vitleysuna í fisveiðunum, enda við ofurfrekjur og þjófa að eiga í mörgum tilfellum. 

Einn maður, eins og Jón Bjarnason, getur lítið gert ef þjóðin stendur ekki með honum. Nú á þjóðin leik í þessari skák.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.6.2011 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband