Landsbankin í eilífum PR vandræðum

„...lækka skuldir skilvísra viðskiptavina sinna ...“ Út af fyrir sig er þetta virðingarvert hjá Landsbankanum og koma jafnframt í veg fyrir að þeir skilvísu lendi í vanskilum síðar meir.

Hins vegar er þetta alveg dæmigert fyrir Landsbankann, þann auma viðskiptabanka minn, að hugsa ekkert um þá sem þegar hafa lent í vandræðum, gera þeim kleift að komast í skil. Staðreyndin er nú einu sinni svo að bankinn græðir stórar fjárhæðir á vanskilum.

Þetta minni mig á fundarherferð Landsbankans í vetur þegar hann vildi gefa almenningi kost á að tala við forráðamenn bankans. Bankinn bauð hins vegar ekki upp á fundi nema á stöku stað á landinu og alls ekki á öllum þeim stöðum þar sem hann er með útibú.

Eitthvað finnst mér þessi banki ekki ná neinum hæðum í almannatengslum sínum. Þvert á móti virðist flest sem hann gerir snúast upp í andhverfu sína. Þetta sést glögglega þegar frétt Morgunblaðsins er lesin.


mbl.is Markmiðið að stuðla að greiðslugetu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband