Guðbergur Bergsson og einn flugvöllur á Spáni

Rithöfundar eru þeir einu sem eru fullkomlega í anda frjálshyggjunnar, þeirra vinna er frjálst framtak og einstaklingshyggja.“ Guðbergur segir ekki hægt að kenna frjálsu framtaki um hrunið. Hrunið eigi rætur í græðgi ...

Þetta er úr viðtali við Guðberg Bergsson í DV. Hann er undarlegur fýr; rithöfundur, gleðimaður og prisípmaður. Hann er á leiðinni til Spánar. Þar ætlar hann að afsala sér hluta af arfi (hvernig skyldi það nú vera gert?). Sá er Alicante flugvöllur á austurströndinni. Stór og mikill flugvöllur og svo virðist sem hann sé afar verðmætur þó ekki sé hann stærstur.

Wikipedia segir mér að á síðasta ári hafi 9,4 milljónir farþega farið um völlinn, 74 þúsund flug og þrjú þúsund tonn af vörum. Þetta þýðir að hann er sjötti stærsti á Spáni og einn af 50 stærstu í Evrópu.

Flugvöllurinn hét áður El Altet og var opnaður 4. maí 1967, á valdatíma einræðisherrans Francisco Paulino Hermenegildo Teódulo Franco y Bahamonde sem ríkti á Spáni þar til hann hrökk upp af 1975 og var fáum harmdauði. Stjórn hans mun hafa tekið lönd eignarnámi til að búa til Alicante flugvöll og er það ástæðan fyrir því að hinn íslenski rithöfundur vill ekkert með flugvöllinn hafa.

Frá upphafi borgarastríðsins, 17. júlí 1936, á Spáni voru íbúar Alicante að langmestu leyti hliðhollir lýðveldissinnum. Borgin féll þó þremur árum síðar ekki síst vegna loftárása. Franco naut við þær stuðnings ítalskra fasista.

Margt hefur breyst á liðnum áratugum á Alicante. Líklegast er sú mest að senior Bergsson frá Islandia hefur eignast flugvöllinn. Og nú ætlar hann út með lögfræðingi sínu og þvo hendur sínar af forugri fortíð vallarins. 

Ég er ekki sammála Guðbergi. Mér finnst að hann eigi að selja flugvöllinn hæstbjóðanda og koma heim með hluta andvirðisins og leggja í framleiðsluatvinnuvegi á Íslandi. Við þurfum á fjárfestingum að halda.

Spánverjar eru þó í miklu meiri neyð en Íslendingar. Þess vegna á Guðbergur að leggja stærsta hlutann af sölu Alicante flugvallar í framleiðsluatvinnuvegi á Alicante svæðinu. Tileinka það lýðveldissinnum og þeim sem Francó stal landinu frá til að búa til flugvöll.

Peningar eru afl þess sem gera þarf. Prinsípmaður sem starfað hefur alla sína tíð í „anda frjálshyggjunnar“ verður ekki skotaskuld úr því að láta fjármagnið vinna græðgislaust, öllum til hagsbóta.

Þar verður ekki hrun er prisípmenn halda vakandi auga yfir verðmætasköpuninni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband