Land liggja víđa undir skemmdum vegna göngufólks
27.5.2011 | 21:12
Ţađ er oftast óhrekjanleg stađreynd ađ ţađ eyđist sem af er tekiđ. Sama er međ umferđ fólks um landiđ. Hún einfaldlega slítur ţví. Stígar myndast. Ţeir grafast smám saman. Sé stígur í halla mun vatn renna fyrr eđa síđar um hann og viđ ţađ grefst hann enn meira. Ađ lokum verđur stígurinn ófćr. Ţá fćrir fólk sig til hliđar og hiđ sama endurtekur sig. Ţetta eru alvarlegustu áhrif aukinnar ferđamennsku.
Vill einhverj milljón erlenda ferđamenn til Íslands upp á ţessi býtti? Auđvitađ er flott af fá milljón ferđamenn en sameiginlegur kostnađur ţjóđarinnar vegna ţeirra mun vaxa hratt, rauar verđur veldisaukning á honum.
Hvađ á ţá ađ gera? Ekki dugar ađ banna umferđ gangandi fólks heldur gera eins og ţar sem er mikil umferđ ökutćkja, gera akveginn varanlegan. Í ţessu tilviki ţarf ađ gera göngustíginn varanlegan.
Sveitarfélagiđ Rangárţing eystra bregst viđ auknum fjölda ferđamanna viđ Seljalandsfoss međ ţví ađ byggja upp göngustíga í halla, ţađ er setja upp tröppur. Ţađ hefur líka veriđ gert međ góđum árangri viđ Skógarfoss eins og međfylgjandi mynd sýnir.
Ţetta ţarf ađ gera víđar. Ég hef i mörg ár reynt ađ vekja athygli á ţví ađ margar vinsćlustu gönguleiđir landsins liggja undir skemmdum vegna átrođnings. Nefna má til dćmis gönguleiđina á Ţverfellshorn í Esju. Hún er án efa vinsćlust skemmri dagleiđa hér á landi en lítur víđa hrikalega illa út. Í ţessum hópi er líka gönguleiđin á Vífilsfell, hluti af gönguleiđ á Hengil.
Gönguleiđin yfir Fimmvörđuháls er án efa vinsćlust lengri dagsleiđa hér á landi og vinsćldir hennar vaxa hröđum skrefum eftir eldgosiđ. Margir vita hversu fögur fossaleiđin međ Skógá og upp eftir Skógaheiđi. Ţar er göngustígurinn víđa illa farinn. Sama er norđan viđ Hálsinn. Ţar hefur stígurinn í mörg ár veriđ ađ skemmast, sérstaklega ofan af Morinsheiđi, um Foldir og á Kattahryggjum.
Myndin hér til hliđar var tekin fyrir fjórum árum á Foldum og sýnir glögglega hvernig göngustígur verđur í halla. Ekki er ađeins fólki um ađ kenna heldur halda blind náttúruöflin áfram viđ ađ dýpka og eyđileggja umhverfiđ.
Hvađ er ţá til ráđa? Ég kann ađeins eitt ráđ: Gera hiđ sama og gert hefur veriđ viđ Skógafoss og er núna á dagskrá viđ Seljalandsfoss. Byggja upp göngustíga í halla.
Flest annađ hefur veriđ reynt. Bera möl í göngustíga. Ţađ dugar skammt, mölin gengst til, hún rennur burt og fyrr en varir er sama eđa svipađ ástand komiđ upp. Ţannig var ţađ til dćmis í Strákagili í Gođalandi. Ţar var međ ćrinni fyrirhöfn tonnum af möl handmokađ í göngustíginn fyrir nokkrum árum. Ţar eru lítil ummerki um framkvćmd sem unnin var af góđum hug. Ađ vísu er hliđarhallinn mikill í gilinu og mölin hvarf óđar en auga á festi niđur á viđ.
Auđvitađ kunna ađ vera til ađrar ađferđir og vissulega er ekki gaman ađ sjá manngerđar tröppur úti á víđavangi. Af tvennu illi vil ég ţó sjá ţćr heldur en ummerki eins og á neđri myndinni hér fyrir ofan.
Og hver ćtti nú ađ bera kostnađinn af ţessu? Tröppur eru hrikalega dýrar sem og ađrar hliđstćđar framkvćmdir. Ég veit nú bara um einn ađila sem ber kostnađinn af vegagerđ á landinu og hann fćr til ţess tekur af eldsneyti. Aukinn fjöldi göngumanna veldur ţví ađ meira innheimtist af virđisaukaskatti heldur en ef ţeir vćru ekki til stađar.
Tröppur viđ Seljalandsfoss | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góđ ábending hjá ţér. Ég gerđi mér ekki grein fyrir ţessu fyrr en ég las ţennan pistil hjá ţér.
Sumarliđi Einar Dađason, 28.5.2011 kl. 11:09
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.