Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Gagnslaust svar ráðherrans um stórmál
27.5.2011 | 13:32
Ekki veit ég hvernig ráðherra sem ber það yfirgripsmikla embættisheit efnahags- og viðskiptaráðherra getur fengið að sér að skila af sér svo einfölduðu svari sem um leið segir ekki neitt.
Taflan í svarinu er eiginlega ekki neitt neitt nema hún fylgi ítarlegri greinargerð um ástand mála. Jú, nema ætlunin sé að halda áfram að þegja um það sem gerst hefur undanfarin ár.
Allt upp á borðið, sagði þessi sami ráðherra. En nú er hann á flótta ásamt restinni af ríkisstjórninni sem hefur ekki haft manndóm í sér til neinna raunhæfra aðgerða í efnahags- og atvinnumálum. Í dag heitir það svo að hvðitt sé svart og svart sé hvítt.
Töpuðu 480.882.144.209 krónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 103
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigurður. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið möguleiki að semja um skuldir sínar, á þann hátt að fólk réði við að borga sínar skuldir? Í staðinn var lokað á alla nema sérhagsmuna-klíkuna, sem fékk afskriftir! Það er langt öfganna á milli, og verður að lokum öllum að falli. En svika-hagfræðingarnir vita það ekki, eða vinna gegn betri vitund. Ég efast um að Árni Páll skilji þetta dæmi, frekar en aðrir.
Og þar af leiðandi fá bankarnir ekki nema sáralítið greitt, en afreka að knésetja stóran hluta almennings á ómannúðlegan hátt með ránum. Það er nefnilega ekki mögulegt að borga margfaldaðar og ólöglegar skuldir með engu!
Bankastarfsfólk er, án þess að skilja það, byssukúlur í þessari aftöku-skothríð bankaræningja-mafíunnar! Hvernig getur fólk lifað á svona vinnu, án þess að fá nóg, og fara í samúðar-verkfall? Og allir lögfræðingarnir sem taka þátt í innheimtu-ráninu? Ég skil þetta ekki?
Svona sé ég þetta, en ég er kannski að misskilja hagfræði-réttlætinguna á þessum ómanneskjulegu aðgerðum? Afsakið þá hvað ég er harðorð og dómhörð.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.5.2011 kl. 14:01
Tek undir með þér, Anna. Lestu bloggið hans Marínós G. Njálssonar, http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/, hann er afar málefnalegur og þekkir þessi mál í þaula. Hann hefur rök fyrir því sem þú ert að tala um án þess að þurfa að vera jafn harðorður.
En ég skil svo mætavel að aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar er farið að reyna á langlundargeð almennings og fleiri en þú farnir að hækka röddina. Vandinn er bara sá að ekkert gerist. Er þá ekki kominn tími til fyrir byltingu.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.5.2011 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.