Skyldi hafa verið hlegið í París

Gott hjá Steingrími. Hann kynnir hugmyndafræði sína fyrir OECD: Lokað hagkerfi, ofurskatta á almenning, skattlagningu á eldsneyti, tilfærslu fjármuna frá heimilum til banka, uppkaup hins opinbera á fyrirtækjum og sölu á þeim, eftirláta kröfuhöfum bankanna, hætta opinberum framkvæmdum, breyta fiskveiðistjórnarkerfinu með það að markmiði að draga úr afköstum þess hagkvæmni, breyta stjórnarskránni, ganga inn í ESB.

Og hann hlýtur að hafa kynnt niðurstöðuna: Verðmætasköpun minnkar stórlega, hagvöxtur minnkar, fólk getur ekki ferðast, landsbyggðin einangrast, heimilin eiga í erfiðleikum, atvinnuleysi, fólk flyst til útlanda,fyrirtæki þora ekki að fjárfesta, ESB veður um landið á skítugum skónum og líklega verður súludans bannaður með ákvæði í stjórnarskránni.

Skyldi hann hafa þorað að minnsta eitthvað á frjálshyggjuna, að markaðshagkerfið hafi hrunið eða að efnahagskreppan í heiminum hafi aðeins verið á Íslandi?

Skyldi nú ekki hafa verið hlegið dátt í París.

 


mbl.is Gagnrýndi bónusgreiðslur bankamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jú það er öruggt af trúð eins og honum

Sigurður Haraldsson, 25.5.2011 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband