Loftmynd af Grímsvatnalægðinni
23.5.2011 | 11:32
Því miður hefur ekki viðrað þannig að til gosstöðvanna sjáist. Enn er því ekki vitað nákvæmlega hvar þær eru. Jarðfræðingar hafa þó sagt að mestar líkur séu á því að þær séu á sama stað og gosið hefur áður, þ.e. í suðvestur hluta Grímsvatnalægðarinnar..
Meðfylgjandi mynd tók ég af vef Nasa, því miður ófrjálsri hendi. Hún er nokkurra ára gömul. Sá hluti hennar sem ég hef hér klippt út sýnir Grímsvötn nokkuð nákvæmlega. Norður er að sjálfsögðu upp.
Á myndinni eru tveir hringir. Sá stærri sýni staðinn þar sem líklegast er að nú gjósi. Svarti hlutinn eru skuggarnir af Grímsfjalli. Sólin er í suðri og varpar skugga. Þarna er víðast þverhnípt ofan í vötnin en þó hægt að komast niður ... tja, eiginlega þar sem núna gýs.
Minni hringurinn er þar sem skálar Jöklarannsóknarfélagsins standa. Ég er ansi hræddur um að þeir séu farnir á kaf í öskuna og það er eflaust hið besta mál, minni líkur á að það kvikni í þeim ... eða hvað?
Á myndinni sést Grímsvatnalægðin mjög vel. Norðvestan við stóra hringinn, þar sem skýjaflókinn er gaus og staðurinn var nefndur Gjálp. Austan við minni hringinn er útfallið úr vötnunum. Þaðan koma hlaupin sem fara undir Skeiðarárjökul sem er beint undan Grímsfjalli.
Kolniðamyrkur á miðjum sumardegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.