Askan á vefmyndavélunum.

vefmyndavelar_23-5.jpg

Ein besta leiðin til að fylgjast með öskufallinu er að skoða vefmyndavélar. Um leið fæst sláandi sýn á hræðilegar náttúruhamfarir. Þetta er þó ekkert annað en þjóðin hefur þurft að þola frá upphafi og oft við verri skilyrði en hún hefur búið sér í dag.

Á vefmyndavélunum sést að austast er mikið öskufall, sérstaklega við Lómagnúp og í Eldhrauni, aðeins vestar. Norðan við Reynisfjall, í brekkunni á þjóðveginum upp úr Mýrdal og allt vestur að Markarfljóti er greinilegt öskufall. Enn vestar er mistur.  

Mistur er við Kvísker en miklu minna þar fyrir austan. Frétti af því að á Höfn er öskulaust en Hornfirðingar horfa á öskuvegginn við Öræfajökul í austri.

Við Jökulsárlón er sama sagan og fyrr. Ísjakarnir lóna svartir fyrir landi og bíða þess að skolast undir brúnna og út í sjó.

Kenningin um gosið er þessi í sinni einföldustu leikmannsmynd. Fargið á jöklinum veldur þrýstingi á kvikuhólfið og því gýs. Eftir því sem ísinn bráðnar og vatnið flyst í burtu léttir á þrýstingnum og gosið minnkar. Þetta er ástæðan fyrir því að gosin í Grímsvötnum eru yfirleitt stutt. Hins vegar hefur gosið í þarna í allt að sjö mánuði. Það er langur tími fyrir menn en líklega afar stuttur í jarðfræðilegu tilliti.

jokulsarlon.jpg

Svo skal þess getið að ofangreind skýring er ekki einhlýtt. Ótalmargt annað kemur þarna við sögu og breyturnar fjölmargar. 

 

 


mbl.is Krafturinn minni en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband