Alþjóðaflug um Akureyri

jokull_jpg_800x1200_q95.jpg

Nú þegar aska er tekin að falla í Reykjavík kann að verða erfitt fyrir ferðaþjónustuna að snúa erfiðri aðstöðu sér í hag.

Fæstir í Evrópu og Ameríku gera sér grein fyrir eðli eldgosa. Fólk gæti hæglega haldið að næst fari hraun að renna í Reykjavík eða nágrenni.

Meðfylgjandi gervihnattamynd hefur farið víða. Ég hef það sterklega á tilfinningunni að hún gerir vont verra fyrir ferðaþjónustu landsins. 

Það er tvíbeint sverð að reyna að ná stöðunni aftur. Að sjálfsgögðu ber að viðurkenna staðreyndir en um leið fær ferðamaðurin það á tilfinninguna að hættulegt sé í Reykjavík.

Þetta er erfitt. Reykjavík er „flaggskip“ ferðaþjónustunnar, eiginlega má segja „því miður“. Þegar inngangurinn inn í landið er lokaður og ekki aðrir kostir í boði þá er illt í efni. Markaðsstofa Norðurlands hefur í nokur ár reynt að vinna Akureyrarflugvelli stöðu í alþjóðlegu flugi. Eðli máls vegna er það mjög erfitt en hversu mikið vildum við ekki núna að þróttmikið flug frá væri til Akureyrar. Tveir inngangar inn í landið í stað eins. Þeir sem ekki hafa áttað sig á þessu hljóta að skilja málið núna.

Ferðaþjónustan er gríðarlega mikivægur atvinnuvegur og mestu máli skiptir að opna landið meira þannig að við séum ekki í sama vanda í framtíðinni verði eitthvað að í Reykjavík eða á Keflavíkurflugvelli. 


mbl.is Öskufall byrjað í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband