Hvaða bull er þetta um valdastétt?

Ég hef lengi haft álit á Lilju Mósesdóttur. Hún þorir og er oft skynsöm í tali. Hins vegar dettur hún oftar en ekki ofan í talsmáta vel upp alinna sósíalista og þá verða skilaboðið loðin og oft á tíðum bullkennd. í viðtalinu segir hún meðal annars:

Ég er mjög stolt af því að eiga svona róttækan forseta sem þorir að koma með greiningu sem gengur þvert á viðhorf valdastéttarinnar og það sem maður heyrir frá stofnunum valdsins.

Hver er þessi valdastétt? Í þrjú hundruð manna þjóðfélagi er engin valdastétt og væri svo hvernig á hún að geta þrifist?

Málið er það að þetta stéttartal er löngu liðin tíð. Nú eru það bankarnir sem stýra stórum hluta þjóðfélagsins og ríkisstjórnin gengur erinda þeirra rétt eins og boðskapur fjármálafyrirtækjanna sé sannleikur norrænnar velferðarstjórnar.

Í þrjú hundruð þúsund manna þjóðfélagi finnst ekki valdastétt? Ég skora á þá sem trúa þeirri fyrru að sanna mál sitt. Það getur varla verið erfitt að nefna alla meðlimi þessarar stéttar með nafni. Séu þeir fleiri en svo að það sé hægt þá er um eitthvað annað að ræða. Einnig væri gott að fá að vita hvernig þessi valdastétt beitir valdi sínu.


mbl.is Mjög stolt af forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Eru það ekki bara Jóhanna, Steingrímur og Össur sem skipa þessa sveit, Sigurður.... Reyndar er Jón LandbúnaðarHafró eitthvað að rembast annað slagið, en hann þarf að skipta um höfuðfat áður en hann verður uppfærður í "valdastétt"....!

Ómar Bjarki Smárason, 22.5.2011 kl. 20:21

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Né, félagi. Þau eru ekki stétt, aðeins í valdastöðu vegna lýðræðislegra ástæðna.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.5.2011 kl. 20:25

3 identicon

Á Íslandi er eignaskiptingin svo hljóðandi....

Allar eigur og fjármagn landisins settar í púkk og því svo skipt í tvo helminga 3000 manns (1%) skiptir milli sín öðrum og 300,000(99%)  berjast um hinn.

Ég hef á tilfininguni að stjórnendur landsinns, hvort þeir séu lýðræðiskosnir eða handvaldir  séu flestir strengjabrúður þeirra sem kenndir eru við eitt prósent  

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 21:50

4 identicon

*Lýðræðiskjörnir  átti þetta að vera hjá mér 

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 21:54

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er hún Lilja ekki að tala um fjármálaelítuna í heiminum. Og AGS er þá stofnanir á vegum þeirra.  Hún hefur náttúrlega óbeit á AGS. Og Óli Grís var í viðtali við Portúgalskt blað... þess vegna bíst ég við að hún er að tala um allan heiminn ekki bara ísland... en það getur verið vitlaus greining.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2011 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband