Lýðræðið tefur og samstaðan er lasin

Æ, æ. Þessi óskapnaður sem heitir lýðræði tefur og skemmir fyrir framgangi þjóðþrifamála. Afnemum bara lýðræðið og leyfum hinni norrænu velferðarstjórn að fara sínu fram. Skilningur hennar er líka heiður og tær. skattaáþján er engin á Íslandi, ríkisstjórnin ver heimilin með skjaldborg sinni og þetta allt saman.

Og þetta með samstöðuna. Ótrúlegt að þingmenn standi ekki saman ... Um hvað? Skiptir það einhverju máli. Ef í hart fer eiga menn að standa saman um stefnu ríkisstjórnarinnar.

Og menn eiga ekki að gera hróp að forsætisráðherra heldur bugta sig og beygja og taka allan þann andskota sem fram gengur af hennar munni trúanlegan.

Í því er lýðræðið fólkið eða hvað? 


mbl.is Segir stjórnarandstöðu tefja kvótaumræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Steingrímsson

Nei Sigurður, menn eiga ekki að bugta og beygja sig fyrir Jóhönnu, en sum mál eru það mikilvæg fyrir þjóðarbúið, að það væri í lagi að taka niður helblá gleraugun, hætta sérhagsmunapotinu og fara að vinna að velferð landsins.

Aðalbjörn Steingrímsson, 20.5.2011 kl. 12:01

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Velferð landsins er ekki fólgin í því að koma þessu frumvarpi í gegn, það er alveg kristal tært.

Sindri Karl Sigurðsson, 20.5.2011 kl. 12:26

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Eru ekki Einræðisherrar settir af í dag?

Vilhjálmur Stefánsson, 20.5.2011 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband