Gosstöðvarnar norðan í Grímsvötnum

fra_hellu_ur_visir_is.jpg

Einhvern tími mun líða þar til staðfesting kemur á því hvar gýs í Vatnajökli. Með því að bera saman ljósmyndir úr fjölmiðlum er ljóst að gosið er í Grímsvötnum, en líklega norðan í þeim frekar en á „hefðbundnum“ stað, rétt við Grímsfjall.

Besta myndin hingað til er eftir Hilmar Bender og er úr visir.is, tekin við Hellu eða nágrenni. Tók mér leyfi til að nota hana í tilefni atburðarins, vona að Hilmar taki það ekki illa upp.

Sé dregin lína frá Hellu, yfir endilanga Heklu, og norðaustur yfir landið gengur hún norðan við Grímsfjall. Með því að skoða aðrar myndir, sérstaklega þær sem ertu teknar í kringum Kirkjubæjarklaustur eða þar fyrir austan, má draga aðra línu norður yfir landið. Þessar tvær línur skerast norðan við Grímsfjall, einhvers staðar í Grímsvatnalægðinni.

grimsvotn_kort.jpg

Veðja í augnablikinu á að gosið sé á svipuðum slóðum og gosið 1996, Gjálpargosið, þ.e. nálægt Bárðarbungu.

Þetta er nú ekki mjög vísindaleg nálgun en verður að duga í bili.

Á vef Jarðvísindastofnunar fann ég þetta kort af Grímsvötnum. það sýnir greinilega útlínur öskjunnar. Á vefnum segir:

Grímsvatnasvæðið liggur undir nokkur hundruð metra þykkum ís víðast hvar.  Íssjármælingar og aðrar jarðeðlisfræðilegar athuganir á 9. áratug 20. aldar vörpuðu ljósi á botnlandslag á svæðinu.  
Í ljós kom að Grímsvatnaeldstöðin er um 15 km í þvermál og rís allt að 700-900 m upp af mishæðóttum bergbotni sem liggur í 800-1000 m yfir sjó.  

Í miðju Grímsvatna er samsett askja.  Hún hefur verið greind í þrjá hluta:  norðuröskju (12 km2), suður- eða meginöskju (20 km2) og austuröskju (16-18 km2).  Að meginöskjunni að sunnan liggur Grímsfjall.  Á því ná tveir tindar upp úr ísnum, Svíahnúkar, Eystri og Vestri.  Eystri Svíahnúkur er hærri (1722 m y.s.).

 Skyldi gosið vera í norðuröskjunni?


mbl.is Mjög öflug gosstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll þetta er ekki á þeim stað sem hefur opnast undanfarin gos. Þarna er um að ræða mun stærra gos og upphaf af hamförum!

Sigurður Haraldsson, 21.5.2011 kl. 21:18

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll nafni. Nú byrjar þú með heimsendaspárnarnar. Þær hafa ekki gengi eftir frekar en frásagnir mínar af draumum óspakra manna. Skrifaði einhvern tímann um tólf gos á landinu í einu. Réði drauminn rangt. Auðvitað var hann um hamfarir af völdum ríkisstjórnarinnar. Við þolum eitt eldgos en ríkisstjórnina ekki öllu lengur ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.5.2011 kl. 21:24

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sjáum til með það sem þarna er að gerast en heimsenda getum við ekki spáð því að það er ekki í okkar valdi að spá þannig!

Sigurður Haraldsson, 21.5.2011 kl. 21:47

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Takk fyrir fróðlegan pistil.  Reynslan af gosum frá þessu svæði hefur víst ekki verið í neinni heimsenda-mynd, svo hvers vegna ættum við að óttast það frekar núna? Enda ekki í nokkru mannlegu valdi að koma með heimsendaspá. Ég er alla vega frekar afslöppuð og kærulaus yfir þessu gosi. 

Mér finnst trúlegt það sem þú segir, að þetta sé í Gjálp eða Bárðarbungu, og þetta verði engin ósköp.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.5.2011 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband