Á nú að þagga niður í listamanninum?

Í góðum skopmyndum dagblaða er oft dulinn sannleikur, broddur sem svíður undan. Listamaðurinn lítur á samtíð sína og túlkar hana á þann hátt sem hann best fær séð. Það er gott.

Verra væri ef hann ritskoðaði sjálfan sig svo úr verður teikning eitthvað moð sem enginn tekur eftir. Verst af öllu er þó ef umvöndunarsinnar ráðast með alefli sínu á listamanninn og reyna að beita hann ritskoðun.

Þeir sem þannig haga sér rísa yfirleitt upp til varnar sínum en ekki öðrum. Þeir eru pólitískir hakkarar sem finnst það t.d. í lagi að gera at í svokölluðum útrásarvíkingum en aldrei að einhverjum sem þeim er annt um. 

Vart þarf að útskýra stöðu Sifjar Friðleifsdóttur, alþingismanns, ofan í þá sem fylgjast með stjórnmálum. Listamaðurinn fylgist með og færir í mynd það sem aðrir segja berum orðum.

Páll Vilhjálmsson, bloggari orðar skoðun sína á þessa leið: „Pólitískt vændi er að þingmaður selur atkvæði sitt og lætur sannfæringu sína lönd og leið. Siv Friðleifsdóttir er einarður stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar í stórmálum eins og Icesave og ESB-aðild og eflaust fleiri smáum. Hún vill gera Framsóknarflokkinn að þriðja hjóli undir vagni Samfylkingar og Vinstri grænna.“

Sé það rangt sem Páll segir þá verður það einfaldlega svo að vera, þetta er skoðun hans. Fleiri sjái stöðu þingmannsins í þessu ljósi og listamaðurinn dregur upp mynd í einföldum dráttum. Var einhver að tala um þöggun?


mbl.is Gagnrýna skopmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Þetta er viss aðför að tjáningarfrelsinu. Ef æra viðkomandi var ekki sködduð svo brjóti í bága við lög, er það skerðing á tjáningarfrelsinu að þvínga teiknarann til að biðjast afsökunar. Ef einhverjum saumaklúbbskerlingum eða heitapottsfílósóferum já eða pólitískum hræsnurum líkar ekki brandarinn þá verður bara svo að vera.

Þetta skilja Danir vel og verja tjáningafrelsið með kjafti og klóm. Þessi teikning þætti nú lítt krassadi í Ekstrablaðinu þar sem Morten Ingemann teiknar danska pólitíkusa oftast í sérlega neyðarlegum stellingum sem þættu "algjörlega óviðunandi og ólíðandi" á hinu púritanska Íslandi.

Sveinn Egill Úlfarsson, 18.4.2011 kl. 12:22

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég get ekki skilið Pál Vilhjálmsson öðruvísi en svo, en að Siv einmitt styðji mörg stærstu mál stjórnarinnar, svo tæplega væri hún að "selja atkvæði sitt og láta sannfæringu sína lönd og leið".

Þannig að út frá analýsu Páls á pólitíska gagnrýnin sem felst í ádeilumyndinni litla sem enga stoð í raunveruleikanum, heldur er bara pólitískt skítkast, fyrir utan það hvort okkur finnist myndin ósmekkleg eða ekki.

Sveinn Egill: var teiknarinn "þvingaður" til að biðjast afsökunar??

Skeggi Skaftason, 18.4.2011 kl. 12:59

3 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Skeggi, já það tel ég fullvíst. Var að vísu ekki viðstaddur sjálfur en það hlýtur að segja sig sjálft að maðurinn birtir ekki myndina og biðst svo afsökunar á henni 2 dögum seinna.

Fyrsta sem ég sá eftir honum haft var að hann stæði við myndirnar eða eitthvað í þá veru. Svo hefst hamagangurinn og næsta sem kemur er yfirlýsing um að hann hafi beðist afsökunar á myndinni við Siv. Svoleiðis gerir ekki listamaður/teiknari nema þvingaður.

Sveinn Egill Úlfarsson, 18.4.2011 kl. 13:49

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, listamaðurinn var ekki þvingaður til eins eða neins. Hann er er eins og sagt er drengur góður og tók upp á því sjálfur að hafa samband við Sif. Hef þetta frá listamanninum sjálfum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.4.2011 kl. 14:03

5 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Mér dettur ekki til hugar að einhver hafi hótað honum og "látið" hann biðjast afsökunar. En fjaðrafokið og neikvæð umfjöllun um myndina er líka þvingun sem hefur knúið hann til að biðjast afsökunar á verki sínu. Ekki efast ég um að hann sé drengur góður og sómakær en fyrir mér er myndin hvorki verri eða grófari en þúsundir pólitískra skopmynda sem ég hef séð.

Sveinn Egill Úlfarsson, 18.4.2011 kl. 17:00

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sammála þér Sveinn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.4.2011 kl. 17:08

7 Smámynd: Skeggi Skaftason

En finnst ykkur ádeilan um að Siv sé að selja sannfæringu sína eiga rétt á sér?

Skeggi Skaftason, 18.4.2011 kl. 17:30

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Vijlið þið ritskoða Framsóknarkonur ??

Skeggi Skaftason, 18.4.2011 kl. 17:31

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hver hefur haldið því fram, Sveinn, að Siv sé að selja sannfæringu sína?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.4.2011 kl. 17:34

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hvert er annars pointið með að ásaka Siv um "pólitískt vændi" ?

Skeggi Skaftason, 18.4.2011 kl. 18:39

11 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég sé ekki betur en að Skeggi Skaftason sé kominn með ykkur út í horn. Hvað er Siv að selja ef hún hefur sannfæringu sem fellur saman við stjórnarliða í sumum málum? Myndin endar sem mislukkuð smekkleysa án innihalds. Kanski hefur teiknarinn, sem ekki var þvingaður til eins eða neins að sögn Sigurðar, séð sjálfur að hann gerði mislukkaða aðför að Siv - vegna þess að hann skildi ekki um hvað hennar afstaða snérist. En Moggin sjálfur hefur ekki enn beðið afsökunar eftir því sem ég veit best.

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.4.2011 kl. 21:40

12 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Það hefur þá farið framhjá ykkur Skeggi og Hjálmtýr að Siv lýsti því yfir að hún hefði áhuga á að ganga inn í stjórnina og þannig framlengja lífdaga stjórnarinnar. Það breytir engu hvaða skoðanir Siv hefur á ESB það er þekkt stærð sú ákvörðun verður ekki tekin á Alþingi. Önnur stór mál þarf að semja um, mál sem Siv hefur marglýst annari skoðun á en Samfó og VG.

Til að tryggja góða niðurstöðu í slíkum samningum þarf að kaupa og selja sannfæringu og það hafa margir kallað pólitískt vændi. Myndin gerir grín að því að Siv hefur á frekar opin og óheftan máta lýst því yfir að hún sé föl í slíka samninga og þá er stutt í eiginhagsmuna pólitíkina.Lítill efi er á að kaupandinn sé fyrir hendi.

Sveinn Egill Úlfarsson, 18.4.2011 kl. 22:04

13 Smámynd: Skeggi Skaftason

Að tala við suma hér á Moggablogginu er eins og að tala við vegg.

Siv er sem sagt ekki að "selja sannfæringu" sína, en samt að stunda pólitískt hórerí, af því hún hefur áhuga á að ganga inn í og styrkja stjórnina, sem hún á málefnanlega samleið með í mörgum stórum málum! Auðvitað myndi hún vilja hafa einhver áhrif - En ekki hvað??

Til þess er fólk í pólitík, til að vinna málum sínum brautargengi og hafa áhrif!!

Af hverju er það verra, ef hún styrkir stjórn nú, en t.d. ef hún gengi inn í samsteypustjórn eftir kosningar?

Skeggi Skaftason, 18.4.2011 kl. 22:32

14 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Fáránlegur æsingur yfir einni mynd og ég segi bara og endurtek: Sannleikanum er hver sárreiðastur.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 19.4.2011 kl. 07:01

15 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nú þurfa margir að anda rólega. Skopteikningin endurspeglar síst af öllu sannleika, hvorki um konuna né þá sem eiga leið framhjá í gömlu Trabant. Skopmyndateiknarar eiga flestir það eitt sameiginlegt að teikna umhverfi sitt í húmorískum stíl. Auðvitað er oft broddur í teikningum og sundum svíður illa undan. Þetta hafa margir þurft að þola. Hitt er svo annað mál að margir hafa húmor fyrir beinskeittri ádeilu á ákveðna einstaklinga en ekki aðra. En að úthúða listamanninum fyrir sýn sína á raunveruleikann tekur ekki nokkru tali og ber einungis vott um alvarlegan skort á húmor. ?Fáránlegur æsingur yfir einni mynd?, segir Adda hérna á undan. Ég tek undir það.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.4.2011 kl. 08:44

16 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég velti fyrir mér hvað frumrit myndarinnar gæti kostað á ebay eftir 10 ár.

Hrannar Baldursson, 19.4.2011 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband