Ögmund í hlutverki Gróu á Leiti.

Er Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, verkstjóri við rannsókna efnahagsbrotanna? Nei, það er hann ekki. Til rannsóknanna var stofnað í tíð Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, er hann réð í starf sérstaks saksóknara.

Innanríkisráðuneytið kemur ekki nálægt rannsókn efnahagsbrotanna og raunar ekki nein önnur stofnun en embætti sérstaks saksóknara.

Innræti Ögmundar Jónassonar er greinilega slíkt að hann telur sér sóma að því að kasta rýrð á embætti sérstaks saksóknara og gera að því skóna að það taki við fyrirskipunum utanfrá. Nema því aðeins að Ögmundur hafi sjálfur reynt að hafa þessi sömu áhrif sem hann ætlar öðrum.

Maðurinn sem helst ekki í ráðherraembætti heldur hrökklast í og úr ríkisstjórn eftir því sem vindurinn blæs ætti ekki að setja sig á háan hest. Hann getur ekki einu sinni druslast til að fylgja sannfæringu sinni og leggja af umsókn ríkisstjórnarinnar um ESB aðild. Hann getur ekki heldur fylgt sannfæringu sinni í málefnu Nató og krafist þess að Ísland segi sig úr bandalaginu. Hann lætur yfir sig ganga, þvert á yfirlýsingar sínar að rikisstjórnin styði hernaðaraðgerðir Nató í Líbíu.

Maður sem hefur fullt af skoðunum en engan dug til að fylgja þeim eftir ætti ekki að taka þátt í stjórnmálum. Hann ætti að standa einhvers staðar annars staðar í hlutverki Gróu á Leiti. 


mbl.is Stendur vörð um rannsóknina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband