Ríkisstjórna burt, þingið burt, kosningar strax

Ríkisstjórnin er fallin, þingið er fallið. Í þessu felst niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Í henni kristallast sú gjá sem er milli ríkisstjórnar og þjóðarinnar og ekki síður milli þingsins og þjóðarinnar. Þar af leiðir að þjóðin verður að fá að kjósa um nýjan meirihluta á Alþingi sem velur nýja ríkisstjórn.

Það er ótrúlegt að fjármálaráðherra skuli halda því fram í kvöld að nú sé óvissa vegna niðurstöðu þjóðaratkæðagreiðslunnar og því sé ekki á hana bætandi að óvissa verði um stjórn landsins.

Þetta er auðvitað tómt bull. Óvissan um stjórn landsins hefur verið langvarandi og nú aldrei verið meiri. Getuleysi núverandi ríkisstjórnar er öllum nema henni ljós. Og svo aum er ríkisstjórnin að hún gat ekki einu sinni staðið upp og barist fyrir samþykkt laganna um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þess í stað sat hún aðgerðalaus úti í horni. Það er líklega það eina sem hún kann, að sitja með hendur í skauti. 


mbl.is Fleiri segja já í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Nú er lag að forseti skipi utanþingsstjórn - greinileg gjá milli þings og þjóðar..........

Eyþór Örn Óskarsson, 10.4.2011 kl. 00:33

2 Smámynd: Geirmundur heljarskinn

"Þingið er fallið"

Þú vilt kosningar Sigurður því gjá sé milli þjóðar og þings, hvað ætlar þú að kjósa? 

11 þingmenn Sjálfstæðisflokksins studdu Icesave, ekkert er í kortunum annað en þeir verði aftur í framboði, ætlar þú að endurnýja umboð þeirra?

Geirmundur heljarskinn, 10.4.2011 kl. 00:43

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ef ég treysti ekki öðrum til að taka á málum verð ég að gera það sjálfur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.4.2011 kl. 00:46

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Við Sigurður er um alveg tilbúnir að skipta út þeim þingmönnum sem við treystum ekki, fyrir nýja menn sem við treystum,því innan raða Sjálfstæðisflokksins höfum við mikið mannaval.

Ragnar Gunnlaugsson, 10.4.2011 kl. 01:41

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þekki marga sem eiga erindi inn á þing, heiðarlegir, fullir eldmóðs og skynsamir.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.4.2011 kl. 10:23

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ef menn vilja kosningar Sjálfstæðisflokkurinn að fá nýja foristusauði.Bjarni Ben hefur valdið okkur Sjálfstæðismönnum miklum vonbrigðum,hann á ekkert erindi í Stjórnmálin.

Vilhjálmur Stefánsson, 10.4.2011 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband