Gnarrinn í starfskynninu sem borgarstjóri ...
8.4.2011 | 11:49
Borgarstjórinn skilur greinilega ekkert í starfi sínu. Það er öðrum skiljanlegt. Hann hefur hvorki reynslu né menntun sem hefði geta auðveldað honum starfann. Þess í stað sér hann Tetriskubba hrynja niður allt í kringum hann. Þegar hann grípur einn og reynir að finna honum stað fellur annar og svo koll af kolli. Niðurstaðan er einfaldlega sú að kann kemur engu í verk enda búinn að útvista stórum hluta starfa sinna til skrifstofustjóra borgarstjórnar. Samt ræður hann ekki við restina.
Þegar gengið er á borgarstjóra kemur í ljós að hann er í einhvers konar starfskynningu. Hvað var að eiginlega sem þessi maður ætlaði að gera þegar hann bauð sig fram í borgarstjórn? Svarið er ekkert og það hefur hann staðið við.
Reykjavík hefur ekki efni á að halda fjögurra ára starfskynningu fyrir þann mann sem á að vera í fullu starfi sem borgarstjóri. Gnarrinn skilur ekki undirmenn sína, þarf að fletta upp í orðabók, kalla á Björn Blöndal eða Regínu yfirborgarstjóra.
Það er ekki í mannlegu valdi að hafa algjöra yfirsýn á öllu ... segir borgarstjórinn. Hann veit ekki betur. Staða borgarstjóra er stjórnunarstaða. Hann á hvorki að moka skurð né kenna íslensku í 9. bekk. Hann á að hafa yfirsýn. Fjöldi manns hefur slíka yfirsýn og gæti þess vegna verið borgarstjóri. Jafnvel forystusauður Samfylkingarinnar í borgarstjórn gæti sinnt þessu starfi.
Gnarrinn á tveggja kosta völ: Hætta í borgarstjórn eða hætta sem borgarstjóri.
Borgarstjórastarfið eins og Tetris | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já ég er sammála þér, og það er sorglegt hvernig viðbrögðin hans eru...
Hroki út í eitt þar sem það er gefið í skyn að enginn veit samt betur en hann hvað okkur er fyrir bestu...
Nú ef þjóðin segir NEI við Icesave þá eigum við Reykvíkingar von vegna þess að hann gaf það út að af Landi brott fer hann ef svo verður að Þjóðin hafni Icesave....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.4.2011 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.