Segjum NEI við Icesave lögunum

Ég hef í nokkurn tíma verið þeirrar skoðunar að um 60% landsmanna muni greiða atkvæði gegn Icesave lögunum. Þá skoðun byggi ég einfaldlega á samræðum við fjölda fólks, hingað og þangað um landið. Til dæmis finnst mér landsbyggðarfólk vera miklu harðara í andstöðu sinni við lögin en íbúar á suðvesturhorni landsins.

Fleira bendir til þess að þjóðin hafni lögunum. Þó ekki sé það frekar vísindalegt en spjall við fjölda fólks, sýnist mér að þeir sem rita í fjölmiðla og á bloggsíður séu fleiri andstæðir lögunum en hinir. Þeir sem taka þátt í athugasemdum eru á móti og færri með.

Já liðið hefur átt erfitt uppdráttar. Rök þeirra hafa ekki náð eyrum almennings. Flestir eru einfaldlega á þeirri skoðun að fjármál einstaklings eigi að vera eins og fjármál þjóðar. Varast ber að skuldsetja sig um of. Þó flestir séu þannig innrættir að þeir vilji hjálpa náunganum eru fæstir í þeirri stöðu að geta tekið á sig skuldir annarra. Þaðan af síður er fólk tilbúið til að samþykkja skattahækkanir til þess að greiða skuldir einhverra gjaldþrota íslenskra fyrirtækja í útlöndum.

Staðreyndin er einfaldlega sú að hér á landi varð efnahagshrun í kjölfar bankahruns. Sú staðreynd víkur í burtu öllum öðru. Banki sem fer á hausinn er líklega einfalt vandamál í augum ESB og tryggingasjóða. Efnahagshrun er allt annað mál og alvarlegra fyrir þá þjóð sem í því lendir.

Við Íslendingar megum hafa okkur alla við að ná okkur upp úr því tjóni sem hrunið olli. Öll rök benda til þess að við greiðum atkvæði gegn Icesave lögunum.


mbl.is 57% ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Nei að sjálfsögðu, hef hvorki efni né geð til annars.

Hrólfur Þ Hraundal, 6.4.2011 kl. 22:24

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei hér líka

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 00:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það hefur verið að brjótast um í kollinum á mér, eftir að ég hlustaði á Vilhjálm Egilsson, þegar hann sagði eitthvað á þá leið: " Við héldum að þetta yrði samþykkt."  Hvort það geti verið að Jóhanna og Steingrímur hafi verið svo viss um að þau kæmu Icesave gegnum þingið, og hafi ekki áttað sig á því að forsetinn myndi neita? Að þau hefði lofað Vilhjálmi og Gylfa upp í ermina á sér?

Getur það verið að þetta hafi verið plott sem átti að ganga upp bakdyrameginn?  Þessi hugsun lætur mig ekki í friði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 11:15

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég er ekki mikið fyrir samsæriskenningar, Ásthildur. Held að það sé ekki hægt að halda neinu samsæri leyndu á Íslandi, sem betur fer. Ég vona að bæði já fólk og nei fólk hafi myndað sér skoðun eftir bestu sannfæringu. Það hef ég gert og ætla, eins og þú og Hrólfur, að segja NEI.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.4.2011 kl. 11:20

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Samsæri getur þetta varla kallast.  En maður hefur getur nú leitað að kenningum.  Orð hafa vægi og við hljótum alltaf að skoða bak við þau, þegar röddin segir eitthvað sem skiptir máli.   það er ekki eins og þetta hafi verið Jón Jónsson út í bæ.  Og ég vil líka benda á, að margt sem nú er að koma á daginn, hefur viðgengist í mörg ár, án þess að þjóðin hafi haft hugmynd um þá spillingu og baktjaldamakk sem hefur viðgengist. 

Þess vegna ber okkur að geta í eiður, til að fyrirbyggja að ekki sé komið svona fram við okkur áfram. 

En það er mín sýn á málin, ég virði þína afstöðu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband